Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 46
Tímarit Máls og menningar
áttu í þeirri þróun. Prestar landsins stóðu alltaf fremstir í fylkingu við
hlið forustumanna okkar frá því fyrsta til hins síðasta. Einn af öndvegis-
klerkum landsins var „den tykke“, sem var einn af þremur ásamt Jóni
Sigurðssyni og Jóni Guðmundssyni sýslumanni Skaftfellinga, sem dönsk-
um dátum var fyrirskipað að beina að byssukjöftunum, ef alvarlega horfði
um mótþróa Islendinga á þjóðfundinum 1851. Þá var það sóknarprest-
urinn að Hofi í Vopnafirði og prófasturinn í Norður-Múlasýslu, sem varð
fyrir umtalsverðu aðkasti fyrir að taka undir mótmælahróp Jóns Sigurðs-
sonar gegn rangsleitni konungsvaldsins. Þennan sama prófast hafði kon-
ungur sjálfur valið til þingsetu sem fulltrúa síns valds. Það gerði hann
auðvitað aldrei framar. En sóknarbörnin sendu prestinn sinn á þing eftir
öðrum leiðum.
íslenzku prestarnir komu víðar við sögu íslenzkrar endurreisnar fram
á þessa öld en í sjálfstæðisbaráttunni. Prestur vestur í Sauðlauksdal gerð-
ist á 18. öld brautryðjandi í rækmn jarðepla. Um aldamótin síðusm gerð-
ist prestur í Grindavík forusmmaður í útvegsmálum á Suðurnesjum og
hreint og beint brautryðjandi um vitamál, svo að ferðir um miðin og land-
taka yrði öruggari. Samtímis sat formaður Búnaðarfélags Islands á kenn-
arastóli Prestaskólans og síðar á sjálfum biskupsstólnum og var lífið og
sálin í að leggja grundvöllinn að svo gagngerri byltingu í íslenzkum land-
búnaði, að stefna þykir til vandræða með offramleiðslu matvæla í ban-
hungruðum heimi.
En þátttaka prestastéttarinnar og kirkjunnar í frelsisstríði íslenzku þjóð-
arinnar og uppbyggingu lífvænlegra atvinnuvega á viðreisnartímum em
smámunir miðað við það menningarhlutverk, sem fjöldi presta víðsvegar
um land innti af hendi á umliðnum öldum. Margir þeirra bjuggu á hung-
urmörkum eins og alþýðan umhverfis þá, en þeir höfðu víðari sjónhring
til leiðsögu í hinum margbreytilegasta vanda. Þeir eru ekki fáir afreks-
menn liðinna alda, sem á æskuskeiði í eymd og umkomuleysi öreigalýðsins
voru uppgötvaðir af prestinum sínum sem mannefni, sem þjóðin yrði að
fá að njóta sem fomstumanna. Og þeir tóku þessa ungu menn að sér og
smddu þá til menntunar lengur eða skemur eftir því sem geta leyfði.
Djarfir unglingar, sem bám þrá í brjósti og dreymdi um möguleika til
bjartari lífskjara en umhverfi þeirra bauð, áttu mörg sporin til prestsins
um ráð og leiðbeiningar. Prestarnir standa víða í brjósti fylkingar við
uppbyggingu skólasetra, þegar þau taka að rísa upp á ný á síðari hluta
fyrri aldar. Guðfræðingurinn og prestssonurinn Jón A. Hjaltalín tekur sig
3 6