Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 48

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 48
Tímarit Máls og menningar Páll var annar tveggja presta, sem ollu umtalsverðri óværu í sálarbjór- um kalkaðra rétttrúnaðarsinna, þar sem grundvallarkrafan var, að hvergi væri hreyft nýjum hugmyndum. Hinn var þjóðskáldið Matthías Jochums- son. Séra Páll féll frá á bezta aldri, innan við fimmtugt, og þar með var hans sök afskrifuð. Matthías varð aftur á móti allra karla elzmr og slapp því ekki við sögulegan endi á sínu prestsstarfi. Rétttrúnaður var viður- kenndur að nafninu til, og brot Matthíasar gegn honum var óumdeilan- legt. Þá var biskup Pétur Pétursson, einn af tignustu mönnum þjóðar- innar á sinni tíð, prófastssonur frá Miklabæ í Skagafirði. Hann var ekki aðeins biskup. Hann var alþingismaður í 37 ár, til þess valinn af sjálf- um kónginum í Kaupmannahöfn, og á flestum þingum þess tímabils var hann forseti sameinaðs þings eða efri deildar. Þá var hann einnig fyrsti forstöðumaður Prestaskólans í Reykjavík. Svona menn gerðu það ekki að gamni sínu á þeim árum að verða sér til skammar í augum almenn- ings, en hins vegar máttu þeir ekki vanrækja skyldur sínar. Og þegar Pémr er orðinn biskup, þá dynja á honum klaganir út af orðbragði Matt- híasar Jochumssonar, sem var í óumdeilanlegri þversögn við það, sem þá var „hinn eini sanni kristindómur“. Embættisskyldu sinnar vegna gat hann ekki látið þær eins og vind um eyrun þjóta. En barn menningar- og mannúðaranda nítjándu aldarinnar hafði fleiri skyldum að gegna en vörn fyrir kalkaðar kennisetningar aftan úr myrkri miðalda. Hinn ákærði presmr var ástsælasta skáld þjóðarinnar og hafði kveðið sig inn í hjarta hennar með dýrlegum lofsöng um skapara himins og jarðar og fléttað hann saman við heimsm bæn þjóðarinnar, björmsm vonir og sælu- þmngnasta draum um frelsi og farsæld um ókomnar aldir. Hinn mennt- aði höfðingi mátti ekki láta það henda sig, að mesti andans maður þjóð- arinnar og hjartfólgnasta trúarskáld kirkjunnar væri niðurlægður sem villutrúarmaður. Og þessi menntaði kirkjuhöfðingi afgreiddi vandamál sín með frábæmm glæsileika. Að því er bezt verður séð, kom hann því til vegar, að alþingi Islendinga samþykkti skáldalaun til þjóðskálds síns, ekki lægri upphæð en svaraði prestslaunum, en með þeim skilyrðum þó, að hann hyrfi frá prestsskap. Þar með gat hann helgað skáldagyðjunni og trúarvingli sínu alla sína krafta í fullkomnu frelsi andans. Og það vom fleiri prestar en þeir Páll og Matthías, sem höfðu við að stríða veikleika andans, þótt þeir fæm betur með. Séra Jónas á Hrafna- gili samdi kirkjuræður sínar svo, að enginn varð þess var, að honum skrik- aði fótur út á bannsvæði. En við hlið „guðleysingjans“ Gests Pálssonar 38
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.