Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 48
Tímarit Máls og menningar
Páll var annar tveggja presta, sem ollu umtalsverðri óværu í sálarbjór-
um kalkaðra rétttrúnaðarsinna, þar sem grundvallarkrafan var, að hvergi
væri hreyft nýjum hugmyndum. Hinn var þjóðskáldið Matthías Jochums-
son. Séra Páll féll frá á bezta aldri, innan við fimmtugt, og þar með var
hans sök afskrifuð. Matthías varð aftur á móti allra karla elzmr og slapp
því ekki við sögulegan endi á sínu prestsstarfi. Rétttrúnaður var viður-
kenndur að nafninu til, og brot Matthíasar gegn honum var óumdeilan-
legt. Þá var biskup Pétur Pétursson, einn af tignustu mönnum þjóðar-
innar á sinni tíð, prófastssonur frá Miklabæ í Skagafirði. Hann var ekki
aðeins biskup. Hann var alþingismaður í 37 ár, til þess valinn af sjálf-
um kónginum í Kaupmannahöfn, og á flestum þingum þess tímabils var
hann forseti sameinaðs þings eða efri deildar. Þá var hann einnig fyrsti
forstöðumaður Prestaskólans í Reykjavík. Svona menn gerðu það ekki
að gamni sínu á þeim árum að verða sér til skammar í augum almenn-
ings, en hins vegar máttu þeir ekki vanrækja skyldur sínar. Og þegar
Pémr er orðinn biskup, þá dynja á honum klaganir út af orðbragði Matt-
híasar Jochumssonar, sem var í óumdeilanlegri þversögn við það, sem þá
var „hinn eini sanni kristindómur“. Embættisskyldu sinnar vegna gat
hann ekki látið þær eins og vind um eyrun þjóta. En barn menningar-
og mannúðaranda nítjándu aldarinnar hafði fleiri skyldum að gegna
en vörn fyrir kalkaðar kennisetningar aftan úr myrkri miðalda. Hinn
ákærði presmr var ástsælasta skáld þjóðarinnar og hafði kveðið sig inn
í hjarta hennar með dýrlegum lofsöng um skapara himins og jarðar og
fléttað hann saman við heimsm bæn þjóðarinnar, björmsm vonir og sælu-
þmngnasta draum um frelsi og farsæld um ókomnar aldir. Hinn mennt-
aði höfðingi mátti ekki láta það henda sig, að mesti andans maður þjóð-
arinnar og hjartfólgnasta trúarskáld kirkjunnar væri niðurlægður sem
villutrúarmaður. Og þessi menntaði kirkjuhöfðingi afgreiddi vandamál sín
með frábæmm glæsileika. Að því er bezt verður séð, kom hann því til
vegar, að alþingi Islendinga samþykkti skáldalaun til þjóðskálds síns,
ekki lægri upphæð en svaraði prestslaunum, en með þeim skilyrðum þó,
að hann hyrfi frá prestsskap. Þar með gat hann helgað skáldagyðjunni
og trúarvingli sínu alla sína krafta í fullkomnu frelsi andans.
Og það vom fleiri prestar en þeir Páll og Matthías, sem höfðu við
að stríða veikleika andans, þótt þeir fæm betur með. Séra Jónas á Hrafna-
gili samdi kirkjuræður sínar svo, að enginn varð þess var, að honum skrik-
aði fótur út á bannsvæði. En við hlið „guðleysingjans“ Gests Pálssonar
38