Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 52
’Tímarit Máls og menningar
hversdagsmenn, hvort heldur litið var til hins stundlega eða hins eilífa.
Fullkomnari heilög ferning verður vart fundin með vorri fámennu þjóð
;á hjara veraldar og mörkum hins byggilega heims. Þar var yfirbiskup
;sjálfrar íslenzku þjóðkirkjunnar. Þar var ennfremur arftaki Jóns biskups
Arasonar undir fána móðurkirkju vorrar hinnar katólsku. Þá voru þar
fyrirmenn sérstakra kristinna safnaða, sem ekki hafa þótzt geta átt sam-
leið með höfuðkirkjunum, þar sem þær sýndu ekki nóga alvörugefni í
trú sinni, og voru þeir um skeið nafnkenndastir fyrir það, með hve hárri
röddu þeir vísuðu hinum fordæmdu til helvítis. En svo mikill fögnuður
sem það var mörgum sannkristnum manni að sjá hina kristnu félaga
fella niður allt pex og þref og sameinast í anda friðarins í vörn gegn
árásum á „sannindi kristinnar trúar“, þá urðu aðrir furðu lostnir út af
því, hve sameiginlegt átak þessara bylmingskrafta með guð allsherjar á
bak við sig gat verið máttlítið og sneytt öllum menningarbrag.
Trúarleiðtogarnir gáfu út sameiginlega yfirlýsingu. Það leyndi sér ekki,
að þeim var heitt í hamsi, en þar gætti næsta lítið kristilegrar hógværðar
og hjartans lítillætis. Þar var mikið um þung og ruddaleg orð. Þau geta
verið áhrifamikil, þar sem rétt er á haldið, svo sem þegar þeim þóknaðist
að framganga af munni Jóns biskups Yídalíns. Að öðrum kosti geta
þau orðið eins og þungur sleggjuhaus á veigalitlu axarskafti og líklegust
til að valda mælendum meiðslum. I yfirlýsingu kirkjufeðranna fjögurra
í dómum um bókina er meðal annars sagt, að hún sé „afskræming á þeim
heimildum um hann (þ.e. Jesú), sem samtíðarmenn hans lém eftir sig“,
að bókin sé „blygðunarlaus storkun við helgustu tilfinningar kristinna
manna“, „blygðunarlaust áróðursrit gegn sannindum kristinnar trúar“.
í einu orði sagt er bókin „ólyfjan“ í munni hinnar „kristilegu“ ferningar.
En það er ekki einu sinni sýnd viðleitni til að rökstyðja þessi stóru orð,
hvorki á skiljanlegu né óskiljanlegu máli. Þau falla því steindauð til
jarðar sem ruddaleg slagorð, sem minna meira á munnsöfnuð óknytta-
stráka en virðulegra kirkjuhöfðingja. Yfirlýsingin stendur eftir sem „blygð-
unarlaus storkun“ við almenna velsæmiskennd og mannlega skynsemi.
Eg geri ráð fyrir, að allgóð eining gæti náðst um þann dóm, að á degi
hverjum sé borið inn á heimili landsins meira og minna af óæskilegu efni
í blöðum og útvarpi og í sjónvarpi í glansandi myndum, án þess að
höfðingjar guðs kristni í landinu hafi æmt né skræmt. Þegar þessir
sömu höfðingjar hefja nú upp raust sína með grófyrtum formælingum,
þá vildi ég mega gera þá kröfu til þeirra, að þeir hjálpi heyrendum til
.42