Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Qupperneq 52

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Qupperneq 52
’Tímarit Máls og menningar hversdagsmenn, hvort heldur litið var til hins stundlega eða hins eilífa. Fullkomnari heilög ferning verður vart fundin með vorri fámennu þjóð ;á hjara veraldar og mörkum hins byggilega heims. Þar var yfirbiskup ;sjálfrar íslenzku þjóðkirkjunnar. Þar var ennfremur arftaki Jóns biskups Arasonar undir fána móðurkirkju vorrar hinnar katólsku. Þá voru þar fyrirmenn sérstakra kristinna safnaða, sem ekki hafa þótzt geta átt sam- leið með höfuðkirkjunum, þar sem þær sýndu ekki nóga alvörugefni í trú sinni, og voru þeir um skeið nafnkenndastir fyrir það, með hve hárri röddu þeir vísuðu hinum fordæmdu til helvítis. En svo mikill fögnuður sem það var mörgum sannkristnum manni að sjá hina kristnu félaga fella niður allt pex og þref og sameinast í anda friðarins í vörn gegn árásum á „sannindi kristinnar trúar“, þá urðu aðrir furðu lostnir út af því, hve sameiginlegt átak þessara bylmingskrafta með guð allsherjar á bak við sig gat verið máttlítið og sneytt öllum menningarbrag. Trúarleiðtogarnir gáfu út sameiginlega yfirlýsingu. Það leyndi sér ekki, að þeim var heitt í hamsi, en þar gætti næsta lítið kristilegrar hógværðar og hjartans lítillætis. Þar var mikið um þung og ruddaleg orð. Þau geta verið áhrifamikil, þar sem rétt er á haldið, svo sem þegar þeim þóknaðist að framganga af munni Jóns biskups Yídalíns. Að öðrum kosti geta þau orðið eins og þungur sleggjuhaus á veigalitlu axarskafti og líklegust til að valda mælendum meiðslum. I yfirlýsingu kirkjufeðranna fjögurra í dómum um bókina er meðal annars sagt, að hún sé „afskræming á þeim heimildum um hann (þ.e. Jesú), sem samtíðarmenn hans lém eftir sig“, að bókin sé „blygðunarlaus storkun við helgustu tilfinningar kristinna manna“, „blygðunarlaust áróðursrit gegn sannindum kristinnar trúar“. í einu orði sagt er bókin „ólyfjan“ í munni hinnar „kristilegu“ ferningar. En það er ekki einu sinni sýnd viðleitni til að rökstyðja þessi stóru orð, hvorki á skiljanlegu né óskiljanlegu máli. Þau falla því steindauð til jarðar sem ruddaleg slagorð, sem minna meira á munnsöfnuð óknytta- stráka en virðulegra kirkjuhöfðingja. Yfirlýsingin stendur eftir sem „blygð- unarlaus storkun“ við almenna velsæmiskennd og mannlega skynsemi. Eg geri ráð fyrir, að allgóð eining gæti náðst um þann dóm, að á degi hverjum sé borið inn á heimili landsins meira og minna af óæskilegu efni í blöðum og útvarpi og í sjónvarpi í glansandi myndum, án þess að höfðingjar guðs kristni í landinu hafi æmt né skræmt. Þegar þessir sömu höfðingjar hefja nú upp raust sína með grófyrtum formælingum, þá vildi ég mega gera þá kröfu til þeirra, að þeir hjálpi heyrendum til .42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.