Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 54
Tímarit Máls og menningar
biblíunnar um það, að Adami og Evu hafi verið uppálagt að aukast og
margfaldast og uppfylla jörðina, þá hefur kirkjan reiknað kynhvötina til
höfuðsynda mannkynsins. Þar af er víst komið allt bramboltið með að feðra
félaga Jesú. En eigi þessi afstaða gagnvart kynhvötinni að heyra til
þungamiðju kristilegs viðhorfs, þá höfum við Islendingar víst aldrei ver-
ið hákristnari en það, að fáu níðangurslegra er slett á einhvern í fúlli
alvöru en að hann sé náttúrulaus. I skáldskap á Islandi hefur líka vissu-
lega verið gengið öllu lengra í þá átt að svívirða heilagleikakenninguna
um kynleysið í sambandi við það, þegar okkar ágæti félagi Jesús kom
undir en í okkar margumtalaða jólakveri. I leikritinu „Sálin hans Jóns
míns“ er íslenzk bóndakona látin brigzla Maríu Jesúmóður um það, að
hún hafi átt einn króga og ekki getað feðrað hann, og okkur þykir það
ekkert guðlast, þótt spáð sé, að það rit verði sígilt í menningu okkar.
Og það eru ekki nema fá ár síðan að nýr sjónleikur var færður á svið,
þar sem ung stúlka verður barnshafandi á dansleik, og hún klórar sig út
úr hneykslinu með því að nota sér það, að barnsfaðirinn gekk undir
uppnefninu Stormur, því að hann þótti nokkuð mikill á lofti, eins og títt
er um atkvæðakvennamenn. Og stúlkan var tekin trúanleg og talið víst,
að átt væri við þann storm, sem smndum er talað um í veðurfregnum,
en slíkur stormur var einmitt nefnt ballkvöld. Það var ekki farið neitt dult
með, hvert stefnt var. Leikhúsgestir skemmm sér konunglega. En eng-
inn kirkjunnar þjónn hreyfði mótmælum né varaði við þeirri „ólyfjan",
sem fram var reidd.
3
í hugleiðingum þessum var áður minnzt á guðfræðideild Háskóla íslands
um aldamótin og á fyrsm áramgum þessarar aldar og þann þátt, sem
hún átti í trúarlegri mómn og reisn í menningu þjóðarinnar. Nemendur
deildarinnar bám henni líka brátt lofsamlegan vitnisburð með því að skipa
sér fylkm liði í fylkingarbrjóst til menningarlegrar sóknar. A þriðja mgi
aldarinnar vom þeir orðnir áberandi afl í þjóðlífinu. Hreyfing þeirra
vakti mesta athygli og þá, sem enn er mest í minnum, með útgáfu tíma-
ritsins Strauma. Það vakti ekki mesta athygli vegna nýrra skoðana, held-
ur nýrra viðhorfa til skoðanamyndana í gegnum hreinskilna umræðu. Þá
var ekkert útvarp til að flytja öllum landslýð tíðindi af því, sem gerðist
í höfuðborg landsins, en þó fylgdist öll þjóðin með því, þegar Stúdenta-
44