Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 60
Tímarit Máls og menningar
íbúanna og hafa haft í för með sér að tvær og hálf milljón tonna af hrís-
grjónum hefur eyðilagst.
Erfiðleikarnir við endurskipulagningu Suður-Víetnams hafa verið óskap-
legir: sameining sundraðra fjölskyldna, að bæta þann skaða sem siðferði-
legar og menningarlegar hefðir hafa beðið af tuttugu ára amerísku her-
námi, endurhæfing þeirra sem gerst höfðu bandamenn fjandmannanna.
Ekkert bendir samt til þess að pólitíska kerfið sé á rangri leið, allt eru
þetta bein viðbrögð við breyttum aðstæðum. Okkur er hollt að rifja það
upp að sams konar vandamál komu upp eftir seinni heimsstyrjöldina, og
úrlausnin verður naumast lakari í Víetnam en í Evrópu.
Fullyrðingar þess efnis að Víetnamar hyggist leggja undir sig Kampútsíu
og öðlast herraveldi yfir Suðausmr-Asíu eru til þess eins bornar fram að
breiða yfir hina raunverulegu stórveldahagsmuni í þessum heimshluta.
3
Þær röksemdir að deilurnar milli Víetnams og Kampútsíu annars vegar og
Víetnams og Kína hins vegar stafi af aldagömlum árekstrum eru hald-
litlar. Það kann að vísu rétt að vera að ráðandi stéttir á lénstímanum hafi
farið herferðir til þess að vinna land og að franska nýlenduveldið hafi lagt
grundvöll að landamæraágreiningi. En frá því að hinn byltingarsinnaði
víetnamski flokkur var stofnaður 1941 og Alþýðulýðveldið Víetnam sá
dagsins ljós 1945 hefur hefðbundinn þjóðernissinnaður hugsunarháttur
misst allan mátt í Víetnam. Samskipti Víetnamska verkamannaflokksins
og frelsishreyfinga í grannlöndunum grundvallast á alþjóðahyggju. Ætíð
hefur verið lögð rík áhersla á nauðsyn þess að byltingarhreyfingarnar séu
sjálfstæðar hver fyrir sig.
Þegar 1963, er Kínverska alþýðulýðveldið hóf tilraunir sínar til þess að
sameina kommúnistaflokka Suðausmr-Asíu, mætm þær harðastri andspyrnu
hjá víetnömsku stjórninni sem eygði þann tilgang með þeim að sundra
heimshreyfingu kommúnista og ná valdi yfir hluta hennar.
Osamkomulag Kampútsíu og Víetnams er ávöxmr þessara sundrungar-
tilrauna, sem tókust að nokkru leyti. Uppreisnirnar gegn frönsku nýlendu-
herrunum á ámnum fyrir seinni heimsstyrjöldina, andstaðan gegn her-
námssveitum Japans og Kuomintangs, sundurmölun tilrauna Frakka til að
koma nýlendustjórn á að nýju 1954 og brottrekstur amerísku hernáms-
50