Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 61
Nú reyna Bandaríkin að sigra með rógburði
sveitanna tveimur áratugum seinna — öll nútímasaga Víetnams ber vitni
um látlausa barátm fyrir sjálfstæði. Nú þegar markinu er náð, sem kostað
hefur ómældar fórnir, vill víetnömsk alþýða ekkert frekar en lifa loksins
við frið.
4
Þeirri stöðu sem Víetnam skipar í deilu Kína og Sovétríkjanna er einnig
ranglega lýst. Frá því í byrjun sjöunda áratugarins hefur Víetnam haldið
fast við þá stefnu að ganga ekki í bandalag við neinn í hinni óhjákvæmi-
legu vopnuðu baráttu. Það var einn helsti diplómatískur sigur Víetnama
hvernig þeim tókst að halda sér utan við vaxandi deilur Kínverska alþýðu-
lýðveldisins og Sovétríkjanna. Arið 1965 vísaði Víetnamstjórn á bug þeim
óskum sem Teng Hsiao-ping færði fram við heimsókn í Hanoi að Víetnam
tæki aðeins við hjálp frá Kína en afþakkaði aðstoð frá Sovétríkjunum.
Enda þótt Kína beitti síauknum pólitískum þrýstingi gegn Víetnam upp
úr þessu hvikaði Víetnamstjórn aldrei frá þeirri grundvallarreglu að halda
landinu utan áhrifasvæðis þess, en skírskotaði til mikilvægis þessarar grund-
vallarreglu í barátmnni gegn ofurefli óvinarins. Sneitt var hjá hvers kyns
umræðu um deilur Sovétríkjanna og Kína, hins vegar var lögð áhersla á
vinátm gagnvart alþýðu þessara landa sem smddi baráttu Víetnams. I
hefndarskyni traflaði og stöðvaði Kínastjórn sovéska vopnaflutninga, sem
jók erfiðleika Víetnama í baráttunni og smðlaði með öðra að því að sigur-
inn dróst á langinn.
Þetta gerðu Víetnamar þó aldrei opinbert. Fyrst nú, löngu eftir að upp
úr slitnaði, leggja Víetnamar opinberlega mat á aðgerðir Kínverja. Þessar
aðgerðir gegn Víetnam hófust eftir níunda þing kínverska kommúnista-
flokksins 1969, þegar Sovétríkin vora ásökuð um sósíalheimsvaldastefnu
sem í stríðsæsingtun skákaði meira að segja heimsvaldastefnu Bandaríkj-
anna.
5
Sú aðstoð sem Víetnamar fengu frá Kína þrátt fyrir allt hlýtur að teljast
liður í áframhaldandi tilraunum Kínverja til þess að lokka Víetnam á sitt
band. Mikilvægasta hernaðar- og tækniaðstoðin, svo og sendingar á mat-
5.1