Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 67
Hvað hefur verið að gerast í Víetnam og Kampútsíu? kommúnista í Kína. Ekki stóð heldur á frökkum að styðja tillögu kínverja, en frakkar höfðu haft Indókína allt sem nýlendu í næstum því heila öld og háðu þar að loknu heimsstríði saurugustu nýlendustyrjöld sem mannkyns- sagan kunni frá að greina fram til þess. Ekki lét Bandaríkjastjórn heldur á sér standa, en herir hennar tóku við af frökkum í Víetnam þegar þeir síðar- nefndu höfðu verið gersigraðir, og bandaríkjamenn breyttu saurugu stríði frakka í algera tortímingarstyrjöld, sem hafði það að markmiði að sögn bandarískra valdamanna að sprengja Víetnam aftur á steinaldarstig og tókst það að verulegu leyti, þótt málalokin yrðu þau að fátækasta bændaþjóð ver- aldar gersigraði öflugasta hernaðarveldi mannkynssögunnar. Þetta vanhelga bandalag ríkja birtist á hliðstæðan hátt í innanríkismálum. Sértrúarsöfnuð- ir sem hafa valdamenn í Kína að guðum hverju sinni og heita óímunnberan- legum nöfnum, þar sem dularfullum samhljóðum er kakkað saman eftir reglu sem naumast verður skilin á annan veg en þann að þau líti vel út á kínversku myndletri, leituðu samvinnu við íhaldsflokka og fasista um heim allan um að hella sem menguðusmm stóryrðaflaumi yfir víetnama. Hliðstæðir atburðir gerðust hérlendis. „Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis“ sem einu sinni vissi mjög góð deili á vandamál- um Indókína birti leiðara eftir Arna Bergmann ritstjóra um „árás“ víetnama á Kampútsíu, en þar var tiplað og tvístigið og dansaður annarlegur línudans, enda þess engin von að málgagn flokks sem virðist hafa þá einu „hugsjón" að auka einkaneyslu uppmælingamanna, sem hafa á hálfri viku ámóta raun- tekjur og starfsbræður í Víetnam hafa á einu ári, geti haft nokkra skoðun á málum á fátækasta svæði hnattarins. Blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Magnús Torfi Olafsson, sem virðist hafa það aðalverkefni að sýna sig annað kastið í sjónvarpi með hávirðulegan svip og tala við fólk á borð við Magnús Þórðarson, launaðan áróðursmann og agent Nató á Islandi, tók ennþá meira upp í sig. Hann birtist í sjónvarpi með Elínu Pálmadóttur Morgunblaðs- blaðamanni, sem hafði það verkefni forðum að verja allar tilraunir Banda- ríkjahers til þess að sprengja Víetnam aftur á steinaldarstig, þau voru inni- lega sammála um „innrás“ víetnama og höfðu tekið upp það kínverska hátt- erni að brosa þeim mun innilegar hvort framan í annað sem þau fóru með meiri fjarstæður. M.a. hélt Magnús Torfi því fram að víetnamar væru „öflugasta herveldi“ í Suðaustur-Asíu! Æ fleiri bætmst í þennan hóp, þ.á.m. utanríkisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, uns Hlíðarhreppsnefndin var öll komin á vettvang og prýði hennar, Indriði G. Þorsteinsson. 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.