Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 67
Hvað hefur verið að gerast í Víetnam og Kampútsíu?
kommúnista í Kína. Ekki stóð heldur á frökkum að styðja tillögu kínverja,
en frakkar höfðu haft Indókína allt sem nýlendu í næstum því heila öld og
háðu þar að loknu heimsstríði saurugustu nýlendustyrjöld sem mannkyns-
sagan kunni frá að greina fram til þess. Ekki lét Bandaríkjastjórn heldur á
sér standa, en herir hennar tóku við af frökkum í Víetnam þegar þeir síðar-
nefndu höfðu verið gersigraðir, og bandaríkjamenn breyttu saurugu stríði
frakka í algera tortímingarstyrjöld, sem hafði það að markmiði að sögn
bandarískra valdamanna að sprengja Víetnam aftur á steinaldarstig og tókst
það að verulegu leyti, þótt málalokin yrðu þau að fátækasta bændaþjóð ver-
aldar gersigraði öflugasta hernaðarveldi mannkynssögunnar. Þetta vanhelga
bandalag ríkja birtist á hliðstæðan hátt í innanríkismálum. Sértrúarsöfnuð-
ir sem hafa valdamenn í Kína að guðum hverju sinni og heita óímunnberan-
legum nöfnum, þar sem dularfullum samhljóðum er kakkað saman eftir
reglu sem naumast verður skilin á annan veg en þann að þau líti vel út
á kínversku myndletri, leituðu samvinnu við íhaldsflokka og fasista um
heim allan um að hella sem menguðusmm stóryrðaflaumi yfir víetnama.
Hliðstæðir atburðir gerðust hérlendis. „Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis“ sem einu sinni vissi mjög góð deili á vandamál-
um Indókína birti leiðara eftir Arna Bergmann ritstjóra um „árás“ víetnama
á Kampútsíu, en þar var tiplað og tvístigið og dansaður annarlegur línudans,
enda þess engin von að málgagn flokks sem virðist hafa þá einu „hugsjón"
að auka einkaneyslu uppmælingamanna, sem hafa á hálfri viku ámóta raun-
tekjur og starfsbræður í Víetnam hafa á einu ári, geti haft nokkra skoðun
á málum á fátækasta svæði hnattarins. Blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar,
Magnús Torfi Olafsson, sem virðist hafa það aðalverkefni að sýna sig annað
kastið í sjónvarpi með hávirðulegan svip og tala við fólk á borð við Magnús
Þórðarson, launaðan áróðursmann og agent Nató á Islandi, tók ennþá meira
upp í sig. Hann birtist í sjónvarpi með Elínu Pálmadóttur Morgunblaðs-
blaðamanni, sem hafði það verkefni forðum að verja allar tilraunir Banda-
ríkjahers til þess að sprengja Víetnam aftur á steinaldarstig, þau voru inni-
lega sammála um „innrás“ víetnama og höfðu tekið upp það kínverska hátt-
erni að brosa þeim mun innilegar hvort framan í annað sem þau fóru með
meiri fjarstæður. M.a. hélt Magnús Torfi því fram að víetnamar væru
„öflugasta herveldi“ í Suðaustur-Asíu! Æ fleiri bætmst í þennan hóp, þ.á.m.
utanríkisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, uns Hlíðarhreppsnefndin
var öll komin á vettvang og prýði hennar, Indriði G. Þorsteinsson.
57