Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 69
Hvað hefur verið að gerast í Víetnam og Kampútsíu?
bændaþjóðfélag í Suðaustur-Asíu. Aðstoð frá Kína og Sovétríkjunum var
mjög takmörkuð, og fyrir þá kínversku tók, þegar ráðamenn Kínaveldis
töldu sér henta að gera vináttusamning við Nixon og glæpafélaga hans. Þá
sagði Maó formaður í árslok 1971 við Pham Van Dong, forsætisráðherra
Víetnams, á alþýðlegu líkingamáli sínu:
„Hafi maður sóp með of stuttu skafti er tilgangslaust að reyna að ná
of langt. Líttu á sóp okkar kínverja, skaftið er ekki nógu langt til þess
að hreinsa til á Tævan. Þið víetnamar eigið ekki að reyna að hreinsa til
í Sægon.“
Þetta var sama ráðleggingin og Stalín hafði forðum gefið Maó þegar hann
lagði til að kínverski kommúnistaflokkurinn semdi við Sjang Kæsék, en
víetnamar fylgdu upphaflegu fordæmi kínverska flokksins og gerðu hreint
í landi sínu öllu. Síðan hafa þeir heitið á máli kínverja og bandaríkjamanna
rússadindlar með mikinn her undir yfirstjórn sovétmanna.
Kynlegir kommúnistar
Víetnam hefur verið kallað kommúnistaríki af ólíklegustu aðilum; þó er
varla hægt að hugsa sér öllu fráleitari nafngift. Kommúnismi er samkvæmt
kenningunni sæluríki þar sem menn starfa í samræmi við gem og nenn-
ingu en bera úr býtum í samræmi við þarfir. Vandi víetnama er þveröfug-
ur, frumstæðasta lífsbarátta dag hvern, þar sem trúarbragðakenningar um
eilífðarsælu eru fjarstæða. Þegar Hó Sí Mín, hinn mikli leiðtogi víetnama,
ferðaðist um meginhluta hnattarins, ungur maður, í leit að bandamönnum
til þess að létta nýlenduoki af víetnömum, fannst honum hann loks finna
sannleikann í kenningum Leníns um nýlendustefnuna; hann varð
einn af stofnendum Kommúnistaflokks Frakklands og síðar um langt skeið
starfsmaður Kóminterns, sérfræðingur í málefnum landbúnaðarríkja. Hann
stofnaði Kommúnistaflokk Indókína 1930 á knattspyrnuvelli í Hong-kong,
en gekkst síðar fyrir stofnun þjóðfrelsissamtaka sem voru búin að yfirbuga
japani og franska leppa þeirra í Víetnam í lok heimsstyrjaldarinnar og
stofna ríkisstjórn. Sigurvegararnir sendu fagnandi skeyti til leiðtoga andfas-
ista, Churchills, Stalíns og Trumans, tilkynntu afrek sín og óskuðu viður-
kenningar. Þremenningarnir önsuðu hins vegar ekki; þeir voru önnum
kafnir við að skipta heiminum í áhrifasvæði og innilega sammála um að
frakkar ættu að halda nýlenduveldi sínu í Indókína. Þar sem frakkar voru
59