Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 71
Hvað hefur verið að gerast í Víetnam og Kampútsíu? manna og þeirra á meðal um það bil helmingur ráðherra í stjórn fornald- arhyggjusinna, en meginleiðtogi hennar nefnist Páll Pott. Þrátt fyrir forn- aldarhyggjuna töldu kmerarnir rauðu sig þurfa að hafa tengsl við eitthvert nútímaríki, og svo fráleitt sem það virðist náðu fortíðarhyggjumenn í Kampútsíu tengslum við framtíðarhyggjumenn í Kínaveldi. Ekki styrkti það bandalag þó stöðu þeirra innanlands, því að íbúar Indókína hafa í tíu aldir talið kínverja arfhelga fjendur sína. Prinsinn dásamlegi Um nokkurt skeið hafa orðið allmikil hernaðarátök milli framtíðarsinna í Víetnam og fortíðarsinna í Kampútsíu um landamæri ríkjanna, og hafa þar vafalaust báðir nokkuð til síns máls eins og tíðkast í landamerkjaþræt- um. M. a. héldu kmerarnir rauðu því fram að þeir ættu með ævafornum sagnfræðilegum rökum rétt á því að leggja undir sig Sægon, sem víetnamar kenna nú við Hó Sí Mín! Rauðir kmerar hafa þó verið ófáanlegir til þess að reyna að leysa þær deilur með samningum, og síðustu mánuði hafa þeir verið að safna liði frá yfirráðasvæði sínu í námunda við þau héruð sem mest átök hafa verið um. En þá gerðust óvæntir atburðir; veldi rauðra kmera í Kampútsíu allri hrundi eins og spilaborg. Það vanhelga bandalag sem ég vék að í upphafi hélt því fram að „hernaðarveldið mikla“, Víetnam, hefði lagt Kampútsíu undir sig, en í fréttum sem ég hef fylgst gaumgæfilega með í íslenskum og erlendum heimildaritum, er hvergi að finna gögn um það að víetnamskt lið hafi stigið fæti inn fyrir landamæri Kampútsíu. Hins- vegar komu frá Víetnam hersveitir fyrri flóttamanna, þjálfaðar af víet- nömum, og kunnu skil á bandarískum hergögnum sem stórveldið hafði skilið eftir á flótta sínum forðum, bryndrekum og flugvélum. En þessi „inn- rásarher“ varð hvergi fyrir umtalsverðri andspyrnu, heldur var honum tek- ið fagnandi; hann hélt fyrirstöðulaust inn í höfuðborgina og lagði undir sig þjóðartákn Kampútsíu, musterisborgina Angkor Vat, eftir minniháttar átök. Síðan hafa fregnir aðeins greint frá smávegis skærum við suðurströnd Kampútsíu og við landamærin í vestri. Gamlir samstarfsmenn Páls Potts hafa myndað nýja ríkisstjórn. Þetta voru mjög hliðstæðir atburðir og þeg- ar Frjálsir frakkar héldu inn í París í lok heimsstyrjaldarinnar síðari, auð- vitað í skjóli bandamannaríkja sinna þar sem þeir höfðu orðið að dveljast í útlegð. Einnig í Frakklandi voru til menn sem töldu frelsunina innrás. 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.