Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Qupperneq 71
Hvað hefur verið að gerast í Víetnam og Kampútsíu?
manna og þeirra á meðal um það bil helmingur ráðherra í stjórn fornald-
arhyggjusinna, en meginleiðtogi hennar nefnist Páll Pott. Þrátt fyrir forn-
aldarhyggjuna töldu kmerarnir rauðu sig þurfa að hafa tengsl við eitthvert
nútímaríki, og svo fráleitt sem það virðist náðu fortíðarhyggjumenn í
Kampútsíu tengslum við framtíðarhyggjumenn í Kínaveldi. Ekki styrkti það
bandalag þó stöðu þeirra innanlands, því að íbúar Indókína hafa í tíu aldir
talið kínverja arfhelga fjendur sína.
Prinsinn dásamlegi
Um nokkurt skeið hafa orðið allmikil hernaðarátök milli framtíðarsinna
í Víetnam og fortíðarsinna í Kampútsíu um landamæri ríkjanna, og hafa
þar vafalaust báðir nokkuð til síns máls eins og tíðkast í landamerkjaþræt-
um. M. a. héldu kmerarnir rauðu því fram að þeir ættu með ævafornum
sagnfræðilegum rökum rétt á því að leggja undir sig Sægon, sem víetnamar
kenna nú við Hó Sí Mín! Rauðir kmerar hafa þó verið ófáanlegir til þess
að reyna að leysa þær deilur með samningum, og síðustu mánuði hafa þeir
verið að safna liði frá yfirráðasvæði sínu í námunda við þau héruð sem
mest átök hafa verið um. En þá gerðust óvæntir atburðir; veldi rauðra
kmera í Kampútsíu allri hrundi eins og spilaborg. Það vanhelga bandalag
sem ég vék að í upphafi hélt því fram að „hernaðarveldið mikla“, Víetnam,
hefði lagt Kampútsíu undir sig, en í fréttum sem ég hef fylgst gaumgæfilega
með í íslenskum og erlendum heimildaritum, er hvergi að finna gögn um
það að víetnamskt lið hafi stigið fæti inn fyrir landamæri Kampútsíu. Hins-
vegar komu frá Víetnam hersveitir fyrri flóttamanna, þjálfaðar af víet-
nömum, og kunnu skil á bandarískum hergögnum sem stórveldið hafði
skilið eftir á flótta sínum forðum, bryndrekum og flugvélum. En þessi „inn-
rásarher“ varð hvergi fyrir umtalsverðri andspyrnu, heldur var honum tek-
ið fagnandi; hann hélt fyrirstöðulaust inn í höfuðborgina og lagði undir sig
þjóðartákn Kampútsíu, musterisborgina Angkor Vat, eftir minniháttar átök.
Síðan hafa fregnir aðeins greint frá smávegis skærum við suðurströnd
Kampútsíu og við landamærin í vestri. Gamlir samstarfsmenn Páls Potts
hafa myndað nýja ríkisstjórn. Þetta voru mjög hliðstæðir atburðir og þeg-
ar Frjálsir frakkar héldu inn í París í lok heimsstyrjaldarinnar síðari, auð-
vitað í skjóli bandamannaríkja sinna þar sem þeir höfðu orðið að dveljast
í útlegð. Einnig í Frakklandi voru til menn sem töldu frelsunina innrás.
61