Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 72
'Tímarit Máls og menningar
Þegar Kínaveldi bar fram fyrstu kæru sína í Oryggisráði Sameinuðu
þjóðanna, var þessi staðreynd einnig viðurkennd í verki. Þeir kölluðu ekki
sem vitni neinn fulltrúa rauðu kmeranna, heldur fluttu til New York
súkkulaðiprinsinn Síhanúk, eitt eintak þeirra konungsætta sem lengi hafa
verið glaumgosar og farið með svokölluð völd í Indókína, og voru af al-
þýðu taldir afsprengi Búddagoða en ekki mennskra manna. Rauðu kmer-
arnir höfðu haldið Síhanúk algerlega einöngruðum í stofufangelsi í þrjú
ár, og hann vissi engin deili á því sem gerst hafði, hvorki í landi sínu né
í umheiminum. Þegar hann hélt blaðamannafund í Peking í miðjum sel-
flutningi sínum til New York sagði hann blaðamönnum að hann hefði
„þjáðst mikið“. „Ekki aðeins vegna þess að Páll Pott hélt mér í stofufang-
elsi, ekki aðeins vegna þess að ég fékk ekki að hafa nein tengsl við vini
mína, heldur einnig vegna þess að ég missti tvo elstu syni mína og tvær
dætur mínar.“ Þekkingu sína kynnti hann með því að segja með tár í aug-
um að hann hefði ekki einusinni fengið að senda hryggðarskeyti til
Kína 1976 þegar Maó dó, en kvaðst vilja bæta úr því nú með því að votta
ekkju Maós innilegustu samúð. Hann hafði ekki hugmynd um að hún var
orðin ein af fjórmenningunum fúlu.
Þegar Síhanúk kynnti sig í New York sagði hann: „Það er rétt að ég
hef alltaf verið fyrirmaður, hefðarmaður — hefðarmaður sem alltaf hef
neitað að gerast kommúnisti, meira að segja í Kína. Maó Tsetung sagði
mér margsinnis að ég væri dásamlegur prins og kvaðst vilja snúa mér
til kommúnisma. Því svaraði ég: „Þú sýnir mér mikinn heiður, þín tign, en
ég skil hreinlega ekki kommúnisma. I skóla átti ég mjög erfitt með að
læra eðlisfræði, efnafræði og stærðfræði, en auðvelt með frönsku, latnesku
og grísku. Mér finnst kommúnisminn vera eins og stærðfræði. Ég botna
ekkert í honum“.“ Síðar í yfirlýsingu sinni sagðist hann ekki vilja verja
rauða kmera. „En ég get ekki þolað að land mitt verði víetnamísérað eða
komist undir hæl Sovétveldisins án þess að berjast gegn því af öllu afli.“ Og
hann bætti því við að hann skyldi aldrei stíga fæti á Kampútsíu framar;
ástandið í Indókína hefði verið mun ánægjulegra undir nýlendustjórn
frakka en nú! „Prinsinn dásamlegi“ var eini heimildarmaður Sameinuðu
þjóðanna, þegar kínverjar vildu láta þylja víetnömum bannbullu, og hann
hefur síðan stjórnað flestum fjölmiðlum veraldar eins og strengjabrúðum,
þeirra á meðal öllum dagblöðum á Islandi, ríkisfjölmiðlum og stjórnvöld-
um, blaðafulltrúa og utanríkisráðherra.
62