Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 73
Hvað hefur verið að gerast í Víetnam og Kampútsíu? Ósk um vitibor'm skrif Sú var tíð að ég vissi æði mikið um svæði það sem þá var kallað Indókína;- fyrir rúmum áramg átti ég þess kost að bera saman þekkingu mína, sótta. í bækur og blöð, og veruleikann sjálfan og hafði af því mjög mikið gagn. Hins vegar hef ég ekki megnað að undanförnu að fylgjast jafn vel með vandamálum þessa heimshluta og ég hefði kosið og tel mig ekki búa yfir neinum stórasannleika. Hitt veit ég að staðhæfingar dagblaða, ríkisfjöl- miðla og mektarmanna um víetnamska leppstjórn í Kampútsíu eru þvað- ur; engir vita það jafn vel og víetnamar að leppstjórnir em engum ábati, heldur öllum ábaggi. Tilgangur minn með þessari grein er þó sá helstur að hvetja ráðamenn Máls og menningar til að minnast uppruna síns, þegar bókmenntafélagið var stofnað og útgáfa tímarits hafin í þjóðfélagi and- legrar forheimskunar. Tímaritinu var m.a. ætlað að tendra ljós með al- mennum greinum um þjóðmál, íslensk og alþjóðleg, og því tókst að vísa heilli kynslóð braut. Nú er formyrkvunin afmr sigin yfir þjóð, þar sem öll stjórnmálasamtök telja lífsþægindagræðgi vera eina markmið sitt, og því þörf á vitum. Með þessum orðum er ég ekki að hvetja stjórnendur Tímaritsins til þess að sækjast eftir greinum um þá kynlegu hagspeki að hægt sé að vinna bug á óðaverðbólgu og skuldasöfnun erlendis með því að éta sem mest af kinda- keti og sméri og þamba sem mest af mjólk sem býðst á hálfu framleiðslu- kostnaðarverði, enda hafa þær yfirskilvitlegu kenningar næg málgögn. Eg er ekki heldur að biðja um trúarofstækisskrif sem nú vaða uppi, ekki síst á sviði svokallaðrar þjóðmálaumræðu. En mér þætti fengur að skrifum um íslensk og alþjóðleg vandamál, þar sem gerð væri grein fyrir staðreyndum og reynt að meta þær við skin díalektískrar efnishyggju með mið af efa- hyggju, en þó helst við ljós hins kínverska taóisma. Forstöðumenn Máls og menningar skyldu huga að því að í þjóðfélagi lífsþægindagræðgi les fólk ekki bækur, heldur safnar bókakjölum. Því er framtíð Máls og menningar nú í húfi og raunar önnur verðmæti, miklu dýrmætari. Lokið 24ða janúar 1979. 63.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.