Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 73
Hvað hefur verið að gerast í Víetnam og Kampútsíu?
Ósk um vitibor'm skrif
Sú var tíð að ég vissi æði mikið um svæði það sem þá var kallað Indókína;-
fyrir rúmum áramg átti ég þess kost að bera saman þekkingu mína, sótta.
í bækur og blöð, og veruleikann sjálfan og hafði af því mjög mikið gagn.
Hins vegar hef ég ekki megnað að undanförnu að fylgjast jafn vel með
vandamálum þessa heimshluta og ég hefði kosið og tel mig ekki búa yfir
neinum stórasannleika. Hitt veit ég að staðhæfingar dagblaða, ríkisfjöl-
miðla og mektarmanna um víetnamska leppstjórn í Kampútsíu eru þvað-
ur; engir vita það jafn vel og víetnamar að leppstjórnir em engum ábati,
heldur öllum ábaggi. Tilgangur minn með þessari grein er þó sá helstur að
hvetja ráðamenn Máls og menningar til að minnast uppruna síns, þegar
bókmenntafélagið var stofnað og útgáfa tímarits hafin í þjóðfélagi and-
legrar forheimskunar. Tímaritinu var m.a. ætlað að tendra ljós með al-
mennum greinum um þjóðmál, íslensk og alþjóðleg, og því tókst að
vísa heilli kynslóð braut. Nú er formyrkvunin afmr sigin yfir þjóð, þar
sem öll stjórnmálasamtök telja lífsþægindagræðgi vera eina markmið sitt,
og því þörf á vitum.
Með þessum orðum er ég ekki að hvetja stjórnendur Tímaritsins til þess
að sækjast eftir greinum um þá kynlegu hagspeki að hægt sé að vinna bug
á óðaverðbólgu og skuldasöfnun erlendis með því að éta sem mest af kinda-
keti og sméri og þamba sem mest af mjólk sem býðst á hálfu framleiðslu-
kostnaðarverði, enda hafa þær yfirskilvitlegu kenningar næg málgögn. Eg
er ekki heldur að biðja um trúarofstækisskrif sem nú vaða uppi, ekki síst
á sviði svokallaðrar þjóðmálaumræðu. En mér þætti fengur að skrifum um
íslensk og alþjóðleg vandamál, þar sem gerð væri grein fyrir staðreyndum
og reynt að meta þær við skin díalektískrar efnishyggju með mið af efa-
hyggju, en þó helst við ljós hins kínverska taóisma. Forstöðumenn Máls og
menningar skyldu huga að því að í þjóðfélagi lífsþægindagræðgi les fólk
ekki bækur, heldur safnar bókakjölum. Því er framtíð Máls og menningar
nú í húfi og raunar önnur verðmæti, miklu dýrmætari.
Lokið 24ða janúar 1979.
63.