Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 75
Dymbilvaka, skáldiö í vitanum
það verkefni að draga limlest lík sjómannanna upp á klettana og grafa þau
í fönn þangað til vegir yrðu færir að vori („Og djúpt í snjónum voru hetj-
ur heygðar“). Strandið átti sér stað eftir að kvæðið hafði verið gefið út, en
ekki hefur það þótt saka.
Hér er farið eftir textanum í Islenzkum Ijóðum 1944—1953 (Menn-
ingarsjóður, 1958). Hannes stytti kvæðið lítið eitt og stendur allt til bóta.
„Eg sem fæ ekki sofið....“ Kvæðið hefst, vökunóttin hefst, og ekki líður
á löngu áður en okkur fer að gruna hvar við erum stödd. Orðin „Fast reru
þeir er hafa sjóinn sótt“ (1,12) kalla fram í hugann hinn velþekkta söng
Olínu Andrésdóttur:
Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn
og sækja hann enn.
Ólm veður og hrjóstrug strönd Reykjaness birtist aftur í lok I. hluta, þar
sem skipið leitar gegnum sortann. II. og III. hluti eru innhverfari og lands-
lagið er þar ekki eins íslenskt, en hið kyrra haf III. hlutans getur talist hluti
af hinu upphaflega sviði. Síðan snýr IV. hluti aftur til hlutveruleikans og
dregur upp í heild það umhverfi sem hinir hlutar kvæðisins hafa gefið vís-
bendingar um. Vitinn er afhjúpaður fyrir augum okkar, hraunbrunnin
ströndin og hafið.
Þessar lýsingar vita og hafs mynda bakgrunn fyrsta sviðs kvæðisins.
Landslag er eyðilegt (auðn er orðið sem notað er). Eina fólkið sem kemur
inn í kvæðið (auk skáldsins) tilheyrir öðrum sviðum þess. Arstíminn er
frá því seint um haust þar til snemma á vori, langur Reykjanessvetur.
Snjór kemur lítið við sögu, varla kuldi heldur, en langnætti og íslensk vetr-
arveður setja svip sinn á kvæðið allt.
Til þessa sviðs kvæðisins telst einnig viss framvinda í tíma, fyrst hæg
dægraskipti og umfram þau frekari tímalengd sem sýnd er með kvartila-
skiptum tunglsins. Ef lesanda sýnist má auðvitað skoða þessa greinilegu
tímaframvindu sem einbera blekkingu sem eigi sér stað á einni langri nóttu;
samkvæmt sama skilningi mætti segja að vettvangur kvæðisins væri í raun
og veru hugur skáldsins. Samt sem áður fylgja þessar tímabreytingar breyti-
legum hugblæ kvæðisins, á hvaða sviði þess sem við mörkum þeim stað.
Mestallur I. hluti lýsir hinni löngu vökunótt eða vofunótt. I 1,101 er loks
bent til þess að nóttin sé að baki, og síðan líður nokkur tími: „Svo liðu
65
5 TMM