Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Qupperneq 77
Dymbtlvaka, skáldið í vitanum
Hér að framan sáum við hve erfitt er að kveða á um hvort umhverfi
kvæðisins í rúmi og tíma eigi sér stað í hugskoti skáldsins eða hvort vett-
vangur þess sé í raun hið ytra: Þetta sama vandamál, hvað sé „raunverulegt“
og hvað ekki, blasir einnig við þegar athuguð er notkun fyrstu, annarrar og
þriðju persónu fornafnsins í eintölu. Er skáldið í raun og veru að tala við
einhvern annan eða um einhvern annan? Hér getur svarið líka orðið á annan
hvorn veginn eða báða. Þá má sjá gestinn í I. hluta sem hluta raunverulegs
umhverfis, einnig má líta á samtalið sem viðtal tveggja eðlisþátta í huga
skáldsins sjálfs.
Sama vandamál blasir við þegar fjallað er um kvæðið í heild. Er meg-
inefni þess hugsunar- og vitundarlíf skáldsins eða fjallar það um atburði
samtímans, um átök afla í umheiminum? Enn vil ég halda því fram að
ákvörðun þessa skipti ekki máli. Ekkert er því til fyrirstöðu að lesandi
aðhyllist báðar skoðanirnar (eða aðra, eða hvoruga) og ekkert er það í
kvæðinu sem ýtir undir það að ein sé tekin fram yfir. Þetta kvæði er þess
eðlis að það getur kallað alls kyns fyrirbæri fram í hugann án þess að vera
nokkurt þeirra. Kvæðið merkir aðeins það sem það er, en einmitt af þeirri
ástæðu geta hugrenningatengslin, sem það vekur, verið hin margvíslegustu.
Aíeð öllum þessum fyrirvörum má lýsa kvæðinu þannig að það sé ferð
um hugskot skáldsins á tíma ákafrar innri barátm og sjálfskönnunar, í
baksýn sé landslag íslenskrar sjávarstrandar og í fjarlægara bakgrunni síðari
heimsstyrjöld og átökin í upphafi kalda stríðsins.
Eftir að hafa þannig slegið margfalda varnagla langar mig að athuga
kvæðið nokkuð nákvæmlega, línu eftir línu, til að sjá hvernig það er
byggt upp.
Heitið er nokkurrar umhugsunar vert. Dymbilvaka er nýsmíði (þjóðsagan
segir að Steinn Steinarr hafi fundið upp orðið handa Hannesi), en það
bendir til dymbilviku, píslarvikunnar, viku hinna dumbu kólfa. Hug-
mynd vökunnar er grundvallaratriði í kvæðinu og deyfður klukknahljómur
gefur tóninn að mestum hluta þess. Einnig eru hér tengsl við málshátt-
inn: „líður að dymbildögum“, dagur dómsins er nærri. Arstími dymbil-
vikunnar getur ennfremur átt við kvæðið.
Fyrsti hlutinn er að mestu leyti ein nætursýn enda þótt síðustu línurnar
bendi til þess að nokkur tími hafi liðið. Hugblærinn er mókandi, háttur
reglulegur, rím ótæpilega notað.
Fyrstu þrettán línurnar eru mjög laustengdar. Hvert erindi færir
67