Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 82
Tímarit Máls og menningar
grand. í þessu samhengi verður skipið lifandi vera sem leitar athvarfs, leitar
skáldsins og nær ekki sambandi við hann. Athyglisverð er einnig myndin
„skuggi á leiksviðstjaldi“ (1,122). Þessi leikhúsvísun er tekin upp aftur í
II. hluta.
I. hluta er skipt milli martraðarinnar í 1.—100. línu og óveðursins í lín-
um 101—124. Oveðrið speglar uppnám skáldsins en myndar jafnframt
þrep í þeirri þróun sem greina má, frá kvöl og óróa upphafsatriðisins til frið-
ar og fullvissu í kvæðislok.
í byrjun II. hluta er alveg nýtt atburðasvið kynnt. í þessum þætti kemur
skáldið miklu fremur fram sem áhorfandi, tekur ekki eins virkan þátt í at-
höfnum, en víða er vikið að því í hvernig ástandi hann fylgist með atburð-
um. Hann virðist stundum eins og lamaður, hálfmeðvitundarlaus, ófær
um að hreyfa sig eða hafa stjórn á sér, berst við svefninn.
I upphafi birtist skrautbúin stofa neðanjarðar þar sem huldumaður gengur
gneypur um gólf og er kannske sjálfur aðeins einn eðlisþáttur hins dauðlega
manns sem hamurinn er af á gólfinu. Huldumaðurinn hlýtur að vera mikil-
vægur grundvallarhlekkur í sérhverri táknrænni túlkun kvæðisins. A tákn-
gervingarsviði þess er um ótal túlkunarmöguleika að ræða, sameinaða
samvisku mannkyns, Islands, samvisku eða undirvitund skáldsins. Mynd
huldumannsins gæti vísað til framandi þjóða, framandi guða, undirheima-
trúarbragða, Díönudýrkunar. Ég mun forðast að velja eina túlkun annarri
fremur á þessu sviði og láta við það sitja að kanna hvernig þessi þáttur
horfir við innan myndskipunar kvæðisins í heild.
Álfar eða huldufólk skipa stóran sess í íslenskri þjóðtrú. Verur þessar
eru furðu líkar venjulegum Islendingum, að því undanskildu að híbýli
þeirra eru neðanjarðar. Þó er það yfirleitt betra og hamingjusamara fólk
en mannfólkið og lifir ánægjulegra lífi.
Huldumanninum í helli sínum svipar nokkuð til skáldsins í silkihjúp
sínum í I. hluta. Hér er einangrun, en einnig lamandi hömlur á skynjun og
viðbrögðum. Ovíst er hvort það er vilja- eða getuleysi sem veldur því að
huldumaðurinn á ekki aðgang að þeim heimi sem hann geymir lykil að,
töfraorðið. Vökul augu af veggjum undirstrika tilfinningu óvirkrar eftir-
tektar.
Enda þótt vísað væri til dagsljóss í I. hluta er það nú fyrst að dögunin
kemur í raun. Morgunn er í nánd, haninn galar, glóðin kulnar, stjörnur
72