Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 83
Dymbilvaka, skáldið í vitanum
fölna (sbr. leiðarstjörnu í I. hluta). Hið efra fer hersing grímumanna yfir
sviðið. Hér ber að hafa í huga merkingartengsl við leiksvið, í samanburði
við 1,123 og í ljósi þess sem á eftir fer. Myndina má skilja á gagnstæða vegu.
.Stríðsmennina má sjá sem leikara á sviði, annar kostur er sá að þeir séu
raunverulegir en skáldið sé fast í sínu eigin óvirka hlutverki og geti því
aðeins horft á lífið eins og gesmr í brúðuleikhúsi.
Dögunin ber okkur út úr heimi huldumannsins. Nú birtast stríðsmenn-
irnir ríðandi ofan jarðar. Við fæmmst inn á annan vettvang, ríki heiðinna
goða. Næsm þrjár línur (II, 16—18) gefa vísbendingu um það sem á eftir
fer og bjóða einnig upp á táknræna skýringu. Höður var hinn blindi guð
sem Loki fékk til þess að skjóta mistilteininum sem varð Baldri að bana.
Höður er þá hið dæmigerða blinda, velviljaða hrekkleysi sem læmr nota
sig til að fremja ógnlegt afbrot gegn heimsskipaninni. Samt rís Höður upp
í þessu kvæði „með steigurlámm“. Hamar þrumuguðsins mun í hugum
margra minna á hakakrossinn. Þórshamarinn og hakakrossinn eru engan
veginn eitt og hið sama sögulega séð, en sú hugmynd að þau séu tengd er
útbreidd.
I 19. til 26. línu er samfelld málsgrein, sjálfsskoðun, skáldið reynir að
fá svar við því hver hann sé með smásmugulega nákvæmri spurningu. Hann
hefur hugmynd um sjálfan sig í líki hálmbrúðu sem stjórnað er ósýnilegum
þráðum, ófærrar til annars en bæra varirnar þegar véfréttin hljómar. Hér
virðist vísað til óuppfylltrar óskar um tengsl við ríki undirheima.
Þessari skírskomn er síðan fylgt eftir með þreföldu kalli til svefngeng-
ilsins (er skáldið að tala til sjálfs sín?) og áminningu: „Svona upp með þig
það er glas“. Þessi viðbragðsþörf, sú hugmynd að það sé orðið áliðið, smnd-
in sé að renna upp, var áður undirbyggð með línunum „kólfurinn þungi
slær“ (1,18) og „kólfurinn sló“ (1,62) og einnig með sjálfu heiti kvæðisins.
Ber þetta kall árangur? Viðbrögðin við þessu hvatningarópi láta ekki
á sér standa. Bumbur eru barðar, herfylkingin fylkir liði og bardaginn
hefst. Þá er glæsilýsingunni hætt og við erum aftur komin á vit fornra guða,
til Valhallar þar sem Einherjar berjast á hverjum degi og em lífgaðir
afmr til veislu að kveldi, á hverjum degi til að undirbúa hinsm orasmna,
sem mun tapast.
Þegar daginn þrýmr er aftur tími huldumannsins; eldar brenna, augun á
verði. Samt er töfraorðsins geymt eins og fyrr.
I línu 11,48 skiptir snögglega um vettvang og fyrra lestrarstef er tekið
73