Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 92
Tímarit Máls og menningar
Afi Magnúsar, Magnús Snæfells eldri, var orðinn 54 ára þegar hann
varð hæstaréttardómari, og föðurbróðir hans, Stefán Snæfells, var 6l árs,
þegar hann var gerður að sendiherra í Osló.
I Snæfellsættinni voru að sjálfsögðu fleiri þekktir og virtir embættis-
menn, en enginn þeirra hafði náð jafnskjótum frama né sett markið jafn-
hátt og Magnús Snæfells yngri. Að vísu var hann ekki ennþá kominn á
efsta þrep metorðastigans, en hann var ungur og gat beðið.
Sveinn Björnsson var fæddur 1881, svo hann hefur verið orðinn 63 ára
þegar hann varð forseti. (Þá var hann að vísu búinn að vera ríkisstjóri, en
það embætti er ekki til lengur og því ósanngjarnt að telja það með.) Sveinn
var forseti frá 44 til 52, það eru 8 ár. Svo kom Asgeir. Hvað var hann
aftur orðinn gamall? Allavega var hann um sextugt. Hann var frá 52 til
68. Sá entist nú til að sitja. Það eru 16 ár. Fjögur kjörtímabil. Og 68 kom
Kristján. Þá var hann 52 ára. Skratti hefur hann verið ungur. Fólk hefur
sennilega haldið að hann væri eldri úr því hann kom frá Þjóðminjasafninu.
68 til 77, það eru 9 ár. Hann er nýbyrjaður þriðja kjörtímabilið. Og það
er ekki annað að sjá en að hann sé við hestaheilsu. Ætli hann kunni nú
samt við að sitja lengur en Asgeir? Fjögur tímabil. Þá fer hann á eftirlaun
1984. Og þó. Sveinn sat í 8 ár og Asgeir í 16, eða helmingi lengur. Kannski
Kristján ætli að sitja helmingi lengur en Asgeir. 32 ár. Nei varla. Ætli
hann verði ekki búinn að fá nóg af rokinu á Alftanesinu eftir 16 ár.
Það verða forsetakosningar 1984.
Og hver verður þá líklegri eftirmaður Kristjáns en Magnús Snæfells,
sem þá verður orðinn forseti Hæstaréttar (ef allar ráðagerðir standast);
virtur embættismaður af góðum ættum, vinsæll af alþýðu fyrir aðgengileg
fræðirit um meiðyrði.
Já, það var þetta með meiðyrðin.
Hann flettir upp í orðabókinni enn einu sinni:
Vankaður: meinaður, sem snýst í hring; hjárænulegur, kjánalegur, meina-
sauðslegur.
Bögubósi: 1 klaufi, klaufabárður, klunni, böngunarsmiður. 2 maður gjarn
á mismæli eða málvillur.
Broddskita: gul skita úr unglambi, væg mjólkursótt.
Mjólkursótt: skota í unglömbum.
Skota: skita, hlessingur.
Hlessingur: niðurgangur, skita.
Niðurgangur: þunnur saur, þunnlífi.
82