Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 99
1984
þangað til að halda upp á, að Magnúsi hafði verið veitt staðan í Hæsta-
rétti. Reyndar hafði það ekki komið þeim á óvart. En maður veit þó aldrei.
Þau höfðu ætlað að vera í hálfan mánuð, en Magnús varð að fara heim
eftir viku. Það var út af einhverju verkefni, sem þoldi enga bið. Hún varð
eftir. Magnús hafði heimtað það.
Og Kjartan hafði verið þarna. Sjálfur forstjórinn. Þetta var fyrsta hóp-
ferðin sem farin var til Ródos á hans vegum svo hann kom sjálfur til að
fylgjast með því að allt væri í lagi. Hann hafði boðið þeim og nokkrum
öðrum gestum til kvöldverðar. Það var kvöldið áður en Magnús fór heim.
Kjartan hafði heila svím á hótelinu; sömu svítu og Konstantín konung-
ur og Anna María drottning höfðu smndum búið í áður en þau vom hrakin
í útlegð.
Hún mundi að þau höfðu verið þrettán við borðið.
Hverjir voru nú afmr með? Jú, náttúrlega Kjartan og svo gædarnir tveir,
og hún og Magnús, og svo Arni Eyvík og konan hans, hvað hét hún nú
afmr? Það voru sjö. Og svo einhver útgerðarmaður að austan með konu
og svo einhverjir fleiri.
Annar gædinn hafði skandalíserað. Guðgeir hét hann og var leikari, ung-
ur maður, þunnhærður.
Kjartan hafði staðið upp og flutt ræðu. Hann sagðist líta á alla sem
ferðuðust með Geislum sem gesti sína og nú hefði hann komið suðureftir
til að gá, hvort gestunum liði vel. Og hann sagðist vera ánægður með að
gædarnir hefðu unnið gott starf, og síðan hafði hann spurt þá, hvort þeir
hefðu allt sem þeir þyrftu, eða hvort það væri eitthvað sem þeir óskuðu
sér.
Og þá hafði eldri gædinn, Páll Jóhannsson, sagt að hann gæti ekki ósk-
að sér neins annars en að allir ferðamannahópar væm jafnskemmtilegir
og þessi.
En þá sagði hinn gædinn, þessi Guðgeir, sem var víst búinn að drekka
einhver ósköp, að hann vildi óska, að hann kæmist í andlitslyftingu, því
hann væri orðinn svo grettinn af því að brosa framan í túrhesta.
Guð, þetta hafði verið svo pínlegt. Það var nefnilega altalað, að Kjartan
forstjóri væri nýkominn frá Ameríku úr andlitslyftingu sem hefði kostað
morð fjár.
I fyrstu hafði hún eiginlega litið niður á Kjartan.
Hún hafði heyrt svo margar sögur af honum. Til dæmis, að hann hefði
89