Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 101
1984
vii
Reykjavík. Nóvember 1977. Föstudagur.
Klukkan er orðin tvö og það er tekið að skyggja. Samt hefur aldrei orðið
bjart.
I Hagveri gengur ungur maður um meðal viðskiftavinanna. Hann heitir
Guðni Gunnþórsson og er nýr starfsmaður í stórversluninni. Frá fimmtánda
nóvember og fram að jólum er hann ráðinn sem eftirlitsmaður. Eða þjófa-
passari.
Hann er í sjötta bekk Menntaskólans í Reykjavík og hefur fengið frí í
skólanum til að geta unnið sér inn peninga. Hann missir að vísu nokkrar
vikur úr náminu en bætir það upp með því að lesa á kvöldin og í jóla-
fríinu.
Móðir hans, Hlín Guðnadóttir, hefur útvegað honum þessa vinnu. Hún
talaði við verslunarstjórann, Marinó Bjarnason, og fékk hann til að ráða
Guðna til eftirlitsstarfa. Hlín kannast við Marinó vegna þess að í mánaðar-
tíma hefur hún á hverju kvöldi skúrað eina deild í versluninni og fær
kannski aðra deild bráðum, ef það verður úr að Arnheiður fari á sjúkrahús.
Það væri betra fyrir Hlín að fá meira að gera hjá Hagveri í stað þess að
skúra hjá tveimur fyrirtækjum og fara í strætó á milli.
Reyndar getur farið svo, að Hlín verði af vinnunni, því nú hefur svo
einkennilega viljað til, að það er hún, sem er komin á sjúkrahús, en ekki
Arnheiður, sem skúrar matvörudeildina og er með æðahnúta.
í gærkvöldi var ráðist á Hlín, þegar hún var að skúra hjá Ferðaskrif-
stofunni Geislum og hún bundin í stól, þar sem hún varð að dúsa alla
nóttina, þar til hún gat losað sig og hringt í lögregluna undir morgun.
Þau mæðginin, Hlín og Guðni, bjuggu í tveggja herbergja íbúð við
Grettisgötu, og Guðni var oftast sofnaður þegar móðir hans kom heim.
Þau höfðu engan síma og hann fékk ekkert að vita fyrr en lögreglan kom
heim til hans um morguninn og sagði honum, hvað gerst hefði og að
móðir hans hefði fengið snert af taugaáfalli og væri nú á sjúkrahúsi.
Og svo hafði Guðni neyðst til að hringja í Marinó verslunarstjóra og
biðja um frí fram að hádegi þennan fyrsta dag sem hann átti að starfa í
versluninni. Það var ekki um annað að ræða, þótt það væri ekki glæsileg
byrjun.
Hann mætti klukkan hálfeitt og Marinó setti hann inn í starfið. Eigin-
91