Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 103

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 103
1984 Við borðið fyrir aftan hann stóð kona; fín frú með stóra axlatösku úr leðri. Og ofan í axlatöskuna var hún að troða gallabuxum. A síðustu stundu gat hann stillt sig um að snúa sér við og hlaupa til konunnar. En hann mundi hvað Marinó verslunarstjóri hafði sagt: Ef þú sérð einhvern stinga varningi inn á sig eða niður í tösku skaltu bíða þar til viðkomandi er kominn framhjá kassanum og er á leiðinni út úr búðinni. Hann stóð grafkyrr. Gallabuxurnar hurfu ofan í töskuna og konan sneri sér við og gekk ákveðnum skrefum í áttina að kassanum. Hann hélt í humátt eftir henni. viii Klukkan var orðin t\rö. Sigríður Gísladóttir Snæfelis stóð í vinnufatadeild Hagvers og hélt á gallabuxum af millisídd, mittismál 28 tommur; sennilega mámlegar á Ara. Hún horfði í kringum sig og sá engan nálægan nema úlpuklæddan pilt sem stóð við næsta borð og sneri við henni baki. Sennilega skólastrákur að kaupa sér gallabuxur. Klukkan eitt hafði hún farið að heiman. Hún hafði ekkert að gera úr því stefnumótið fórst fyrir, svo það var eins gott að fara í búðir eins og hún hafði verið búin að minnast á við Magnús. Reyndar vantaði hana ekki neitt sérstakt. Hún fór alloft til útlanda og var þá vön að kaupa inn mestallan fatnað á fjölskylduna. En þótt hana vantaði ekkert sérstakt fór hún oft í búðir og hafði með sér stóru axlatöskuna. Það var hennar leyndarmál sem enginn þekkti. Það var leikur. Spennandi leikur. Og þó? Þetta var svo auðvelt. Bara að vera ákveðin og eðlileg. Bara að stinga hlutnum ofan í töskuna og ganga út. Ekkert var einfaldara. Og þó? Það var alltaf hugsanlegt að einhver tæki eftir þessu og vogaði sér að gera eitthvað í málinu. Það var spennandi. Þetta var leikur. Hún olli engum tjóni, spillti ekki verðmætum, gekk ekki á eignarrétt einstaklingsins. I stórverslunum er gert ráð fyrir vörurýrnun; það er gert ráð fyrir slíku í vöruverðinu. Verslunareigandinn tapaði engu. Þetta var leikur. 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.