Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 106
Tímarit Máls og menningar — En... — Eru ekki allir jafnir fyrir lögunum? — Að sjálfsögðu. En... — En hvað? — Henni er ekki sjálfrátt. — Sjálfrátt og sjálfrátt! Hverjum er eiginlega sjálfrátt? — Eins og vottorðið staðfestir... — Hefur þetta komið fyrir oft áður? — Nei, aldrei. — Nújæja. Fyrst sagði hún, að einhver hlyti að hafa látið vörurnar í töskuna hennar án þess hún vissi. Svo neitaði hún að segja til nafns. Svo sagðist hún bara hafa gleymt að borga. Svo sagðist hún heita Guðbjörg Guðmundsdóttir. — Hún hefur verið alveg rugluð. — Ekki sýndist mér það. Hún áttaði sig þegar eftirlitsmaður hérna í versluninni kannaðist við hana. Vissi hvað hún hét. Guðni Gunnþórsson menntaskólapiltur. Verður hérna í eftirlitinu hjá okkur fram að jólum. Hann er víst í sama bekk og sonur yðar. Mundi eftir móður hans. — Guðni Gunnþórsson? — Já. Efnispiltur. — Hmm. — Hann sá hana stinga gallabuxum niður í tösku og fara með þær út án þess að borga. En svo kom upp úr dúrnum að hún hafði tekið ýmislegt fleira. — Eg borga auðvitað vörurnar. — Það þarf ekki að borga þær. Við tókum þær afmr. Úr töskunni og vösum innan á kápunni. — Og hvað ætlið þér að gera? — Eg veit það ekki, sagði Marinó Bjarnason. Eg þarf að hugsa málið. Eins og ég sagði yður í símann lét ég konuna yðar fara þegar hún var búin að skrifa undir viðurkenningu á því að hún hefði reynt að stela vörum hér í versluninni fyrir, látum okkur nú sjá, fyrir 22.420 krónur. Sú viðurkenning liggur hér staðfest af vitnum: Guðna Gunnþórssyni og svo afgreiðslustúlku, sem ég kallaði hingað inn til þess að leita á henni. Magnús Snæfells hæstaréttardómari hélt fast um stólbríkurnar. Þessi búðarloka hafði ráð hans í hendi sér. — En hún er stöðugt undir eftirliti læknis, sagði hann. 96
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.