Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 111
1984 Sigríður sofnaði um leið og hún lagði höfuðið á koddann. Það var hennar náðargáfa að geta sofnað hvar og hvenær sem var. Magnús reyndi að festa hugann við grein í Newsweek, en það gekk illa. Hann heyrði þegar Ari kom heim um eitt-leytið, heyrði umgang frammi. Var einhver með honum? Hann brosti. Þó svo væri, hvað með það? Hann er orðinn 19 ára og það er töggur í stráknum. Það kemur engum við þótt hann taki stelpu með sér heim. Magnús hafði aldrei þurft að hafa áhyggjur af börnum sínum. Gísli í Harvard og Ari verður stúdent í vor og Olöf í fjórða bekk. Hún kom heim klukkan tólf eins og umsamið var. Það gilda ekki sömu reglur fyrir pilta og stúlkur. Og svo er hún auðvitað yngri en Ari. Sigríður bylti sér í rúminu. Hann leit á hana. Hún var steinsofandi. Hann hristi höfuðið. Þvílíkt hugsunarleysi! Þvílíkur barnaskapur! Kannski hafði hann látið þetta mál óeðlilega mikið á sig fá. Þetta var barnaskapur. Barnabrek. Barnabrek meðhöndlar maður ekki eins og glæpamál. Maður reynir að gera gott úr öllu saman. Það gildir að hugsa skýrt. Það hlýtur að vera hægt að komast að samkomulagi við þennan Marinó. Aðalatriðið er að ekkert spyrjist út. Að allir láti eins og ekkert hafi gerst. Þá hefur ekkert gerst. En strákurinn. Og afgreiðslustúlkan. Þau eru vitni. Marinó verður að sjá um þau. Hann verður að bera ábyrgð á því að ekkert fréttist út. Vitleysa var að skilja eftir læknisvottorðið. En það hlýtur að vera hægt að komast að samkomulagi. Ahrifamenn verða þeir sem hafa hæfileika til að komast að samkomu- lagi. Þetta mál er prófsteinn á hæfileika hans. Hvernig á sá maður að verða höfuð þjóðarinnar sem ekki getur komist að samkomulagi við búðarloku út af einum gallabuxum? Það gildir að hugsa skýrt. Eg kalla þennan Marinó upp í Hæstarétt til mín á mánudaginn. Þá skulum við sjá hvort ekki verður komist að samkomulagi. Hann brosir. Tekur af sér gleraugun, leggur frá sér Newsweek og slekk- ur á lampanum. Við sjáum hvað setur. 1984 er ekki langt undan.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.