Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 115
Islendingasögur og Hugsvinnsmál Viðeyjarklausturs, og getur þá lítill vafi leikið á, að hér sé um skólabók að ræða.2 Hugsvinnsmál eru varðveitt einungis í pappírshandritum frá seytjándu öld og síðar, og mjög er óvíst um aldur þess, en yfirleitt munu fræðimenn helzt hallast að þeirri skoðun, að þýðingin sé frá þrettándu öld.3 Hins vegar hef ég hugsað mér vandamálið á nokkuð aðra lund en gert hefur verið hingað til, og verður ekki hjá því komizt að drepa lauslega á skoð- anir mínar, þótt ekki sé unnt að gera þeim full skil í stuttri grein. Þegar um er að ræða þýðingar á skólabókum, sem höfðu hagnýtt gildi fyrir nem- endur og voru í sífelldri notkun um langan aldur, er ærið vafasamt að reyna að tímasetja verkin af nákvæmni, heldur virðist skynsamlegra að taka mið af heildarferli þeirra í menningarsögunni.4 Eins og fyrr var gefið í skyn, má ætla að Disticha Catonis hafi verið kennslubók í Skálholti og Haukadal þegar á síðara hluta elleftu aldar, og er því engan veginn ósenni- legt að drög að íslenzkri þýðingu hafi tekið að myndast fyrir aldamótin 1100. Með því er ekki verið að staðhæfa að Hugsvinnsmál séu svo gömul, heldur þykir mér sennilegt, að þau hafi verið lengi í sköpun: með sífelldri notkun í skólum mun íslenzka þýðingin hafa sætt ýmsum breytingum og lagfæringum, svo að nú er ógerningur að ráða upphaflega gerð Hugsvinns- mála af varðveittum handritum þeirra, enda eru þau öll ung og auk þess býsna sundurleit að orðalagi. Leitin að frumgerð kvæðisins í íslenzkri þýð- ingu hlýmr að vera ærið vafasamt fyrirtæki af þeirri einföldu ástæðu að verkið mun draga dám af mörgum kynslóðum meistara og nemenda, sem beittu kvæðinu ekki einungis í þeim tvenns konar tilgangi sem getið var hér að framan heldur öðlaðist verkið einnig fullan þegnrétt í íslenzkum bókmennmm og hlítti venjum innlendrar ljóðlistar um hrynjandi, smðla- setningu og skáldlegt orðalag. Hér er sem sé um að ræða vandamál, sem er allt annars eðlis en þegar verið er að fást við þýðingar, sem einstakir höfundar tókust á hendur, svo sem bróðir Róbert (Tristams saga og Isondar) eða Brandur ábóti Jónsson (Gyðinga saga, Alexanders saga). Að minni hyggju em Hugsvinnsmál, eins og við þekkjum þau nú, í rauninni verk ýmissa ónafngreindra manna, sem nomðu kvæðið og breyttu, hver eftir annan um langan aldur, frá því á ellefm öld og fram á hina seytjándu. I þessu sambandi er vert að geta þess, að sum handrit virðast fylgja latn- eska frumritinu nánar en önnur, enda ber mikið á milli hve vel hrynjandi og smðlasetningar er gætt í einstökum gerðum. Sundurleitir leshættir virð- ast ekki stafa af mislestri eða misskilningi, eins og oft vill brenna við í 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.