Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 116
Tímarit Máls og menningar
uppskriftum, heldur munu margar breytingarnar hafa verið gerðar af ásettu
ráði.
Hugsvinnsmál eru mjög eðlisskyld Hávamálum og öðrum spekikvæð-
um, norrænum og útlendum. Hávamál eru varðveitt í handriti frá þrettándu
öld, og er það elzta heimildin um kvæðið í heild; þótt einsýnt sé, að ýmsar
vísur í því séu úr heiðnum sið, þá er óhugsandi að kvæðið í núverandi
mynd geti verið svo gamalt. Urðu þýðendur Hugsvinnsmála fyrir áhrifum
frá Hávamálum eða öfugt? Mér þykir margt benda til þess, að hér sé um
gagnkvæm áhrif að ræða: hvorutveggja kvæðið þróaðist á tímabilinu frá
því á elleftu öld og fram á hina þrettándu, þegar Hávamál voru færð í
letur. Sambandið milli kvæðanna mun væntanlega skýrast, þegar hug-
myndasögu íslenskra fornbókmennta hafa verið gerð gleggri skil en hing-
að til, en út í þá sálma verður ekki farið að sinni.
Eins og fyrr var getið, þá vitnar staffræðingur á tólftu öld til Disticha
Catonis og lætur þar fylgja með þýðingu í óbundnu máli, og er hún þó
býsna skyld Hugsvinnsmálum. Þegar hann hefur gert grein fyrir skilningi
sínum á framburði orðsins járn (eða éamj, kemst hann svo að orði: „En
ef nokkur verður svo einmáll eða hjámáll að hann mælir á mót svo mörg-
um mönnum skynsömum sem bæði lémst sjálfir kveða þetta orð áður
ég ritaði það og svo heyra aðra menn kveða sem nú er ritað, og þú læmr
j skulu kveða en eigi é, þó að það orð sé í tvær samstöfur deilt, þá vil ég
hafa ástráð Catonis, það er hann réð syni sínum í versum
Contra verbosos noli contendere verbis.
Sermo damr cunctis, animi sapientia paucis.
Það er svo að skilja: hirð eigi þú að þrceta við málrófsmenn. Málróf er
gefið mörgum, en spekin fám.“5 Þar sem staffræðingurinn forni talar um
„ástráð“, beitir kvæðið Hugsvinnsmál orðtakinu „ástsamleg ráð“ og snarar
versunum á þessa lund í ljóðahætti:
Hirð eigi að senna,
þótt satt vitir,
við hvassorða hali.
Málskálp mikið
er mörgum gefið:
fár er að hyggju horskur.
106