Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 124

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 124
Tímarit Máls og menningar siðvenjum Bandaríkjamanna er nöpur og mjög gagnrýnin, enda hefur hún tekið sér bólfestu í París. Góðlátlegri ádeiluhöfundur er John Cheever (f. 1912) sem lýsir nm- hverfi og lífsháttum efri miðstétta af ríku skopskyni og sérkennilega kald- hæðinni skarpskyggni, bæði í snjöllum smásögum og skáldsögunum „The Wapshot Chronicle" (1957) og „The Wapshot Scandal" (1964), sem rekja örlög auðugrar ættar í Nýja Englandi. Miklum mun grimmari og frumlegri í umfjöllun sinni um skipulagða ringulreið samtímans er Joseph Heller (f. 1923) sem með meistaraverki sínu „Catch-22“ (1961) færði sterk rök fyrir því að lífsform og hátterni nútímamanna væru sömu ættar og geðtruflun. Þó bókin fjalli í orði kveðnu um stríðsaðgerðir, dregur hún fyrst og fremst upp ógleymanlega mynd af veröld þar sem heimska, tilviljun og tilgangslaus dauði eru ráðandi öfl. Hún fjallar jafnt um einkamál sem opinber málefni, skrifræði, hernaðar- anda, kynlíf, peninga, Ameríku og stöðu einstaklingsins í vitfirrtri veröld. Ollu þessu lýsir Heller með samblandi af djúpri alvöru, skopfærslu og satíru og beitir til þess jafnt beinni frásögn, samtölum, skopstælingum, skrýtlum, íhugun og sífelldum sviðsskiptingum fram og aftur. Thomas Berger (f. 1924) er alvarlegur og markviss höfundur með leiftr- andi stílgáfu sem blandar saman skrípalátum og einfaldleik, staðreyndum og staðleysum og heldur uppi stöðugri spennu milli Ijósrar merkingar og algerrar fjarstæðu. Þrjár skáldsögur hans um Reinhardt, „Crazy in Berlin“ (1958), „Reinhardt in Love“ (1962) og „Vital Parts“ (1970), leiða fram eins konar Don Quixote samtímans sem er í senn trúður og blóraböggull meðbræðra sinna. Berger hefur einnig samið skopstælingu á bandarískum vestrum í „Little Big Man“ (1964) og á ieynilögreglusögum í „Killing Time“ (1967). Enginn bandarískur höfundur gengur þó öllu lengra í að leiða fjarstæðu- skáldsöguna í átt til sjálfstortímingar en Thomas Pynchon (f. 1937). Heimulleg kímni, afkáralegar persónur, mótsagnafullur söguþráður og stíll sem er þéttriðinn orðaleikjum, hugmyndatengslum og alls kyns dylgjum eru meðölin sem hann beitir til að ná því markmiði að þurrka út skyn- samlega merkingu en leiða fram samfellda hrörnun alls lífs og þau mynst- ur sem ráða þessari hrörnun og auðkenna hana. Fyrsta skáldsaga hans „V“ (1963) er nokkurs konar völundarhús þar sem lesandinn er teymdur eftir ólíklegustu rangölum í leit sem hvergi tekur enda — nema kannski í endanlegri upplausn aldarinnar. Saga og meðvitund, ást og persónuleiki, 114
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.