Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Qupperneq 125
Bandartsk sagnagerð eftir seinna stríð
vísindi og list, tjáning og þögn mynda í sameiningu einhvern fjarstæðu-
leik sem er í senn kyrrstæður og síbreytilegur, leik sem lýtur reglum hins
algera tóms. í skáldsögunni „The Crying of Lot 49“ (1966) heldur Pyn-
chon áfram þessum innblásna leik með fáránleikann. Eins og í fyrri sög-
unni mynda kynlíf, ofbeldi, sturlun og tækniframfarir umgerð tómsins þar
sem einskis svars og engrar skýringar er að vænta. Eins og ýmsir aðrir
bandarískir höfundar virðist Pynchon standa yst á hengiflugi þagnargljúf-
ursins, því sjálf tjáning tómsins er í eðli sínu sjálfsmótsögn.
Hugarflug margra höfunda virðist hafa fengið nýjan byr undir vængi
í svonefndum vísindaskáldskap sem á sér nokkuð langa hefð, að minnsta
kosti allt afmr til Jules Vernes, en hefur spmngið út eins og blóm á vor-
degi með tilkomu atómaldar. Vísindaskáldsagan virðist færa manni tækni-
aldar, þegni í sívíkkandi alheimi, nýja og huggunarríka goðsögn sem skýri
fyrir honum bæði tortímingaröflin og þá skapandi viðleitni sem eru að
verki í nútímanum. Hún hjálpar honum til að horfast í augu við og þola
hinar stórstígu breytingar á menningu og vimndarlífi mannsins sem eru
örari en nokkur lifandi maður gerir sér raunvemlega grein fyrir. Vísinda-
skáldsagan tekur mið af framtíðinni og gagnrýnir samtíðina að hætti
fornra spádómsrita í Biblíunni og víðar. Hún túlkar einnig ótta mannsins
við afmönnun, við tómið og útþurrkun persónuleikans.
Margir höfundar, sem þekktari em fyrir annars konar skáldverk, hafa
samið verk í þessum stíl, meðal þeirra William S. Burroughs í „The Soft
Machine" (1961), „The Ticket that Exploded" (1962) og „Nova Express“
(1964), þar sem hann fjallar um átök góðra afla og illra úti í geimnum,
frelsis og kúgunar, á frumlegu tæknimáli sem dregur upp mynd af eins
konar geimaldar-martröð.
Annar höfundur, sem mikið hefur kveðið að síðusm tvo áratugi, Kurt
Vonnegut (f. 1922), hefur samið að minnsta kosti tvær markverðar vís-
indaskáldsögur, „The Sirens of Titan“ (1959) og „Cat’s Cradle“ (1963),
sem orðið hafa geypivinsælar meðal yngri kynslóða og ásamt öðram verk-
um hans valdið því að hann er orðinn nokkurs konar menningarhetja
ungra Bandaríkjamanna. Vonnegut er ákaflega frjór, frumlegur og fjöl-
hæfur höfundur sem hefur mörg járn í eldinum. Hann er í senn skopádeilu-
höfundur og spámaður sem upphefur raust sína gegn helstu meinum sam-
tímans, hernaðaranda, græðgi, lífsþægindastreði og öfgafullri skynsemis-
115