Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 127

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 127
Bandarísk sagnagerð eftir seinna stríð (f. 1920), sem skrifar reyndar um önnur efni jafnframt. Hann er meistari persónusköpunar og sjónhverfinga í bókum á borð við „The Martian Chronicles" (1950), „The Illustrated Man“ (1951), „Fahrenheit 451“ (1953), „R is for Rocket“ (1962) og „S is for Space" (1966). En bak við allar sjónhverfingar hans leynast áleitnar og mikilsverðar spurningar um menningu samtímans og hlutverk mannsins í gerbreyttum heimi. Þar sem fyrir mér vakti að draga upp skyndimynd — sem að vísu er orðin ansi umfangsmikil — af fjölbreytileik bandarískrar sagnagerðar eftir stríð, hef ég orðið að hlaupa yfir nokkra öndvegishöfunda sem vissu- lega hefðu verðskuldað ýtarlega umfjöllun. Meðal þeirra eru Wright Morris (f. 1910), James Purdy (f. 1923), John Hawkes (f. 1925), William Styron (f. 1925) og John Updike (f. 1932). En mig langar að lokum til að drepa stuttlega á þrjá höfunda sem segja má að séu fulltrúar gagn- stæðra hneigða í bókmenntaþróuninni; annars vegar hneigðar til að af- neita veruleikanum og gera allt líf að leik með orð og hugtök; hins vegar hneigðar til að hverfa frá hinni hefðbundnu uppdiktuðu skáldsögu og reyna að innbyrða svokallaðar sannar staðreyndir daglegs lífs og sögu í skáldsöguformið. John Barth (f. 1930) er snjallasti fulltrúi fyrri hneigðarinnar. Hann leitast við að leiða skáldsöguna fram af hengiflugi tungunnar út í tóm þagnarinnar. Hann er töframaður þversagnarinnar, nákunnugur tóminu og beitir stórfenglegri stílgáfu sinni til að gera allt að engu og skapa síðan allt úr engu. Þar á hann samherja og lærisveina í Pynchon og fleiri ung- um höfundum. Öll verk Barths bera vitni efahyggju og snilldarlegri skopstælingar- gáfu. Hann lítur á samtímalíf sem fullkominn skrípaleik og virðist alger- lega ósnortinn af pólitískum, félagslegum og heimspekilegum vandamál- um meðbræðra sinna. Hann stefnir í skrifum sínum að einhvers konar sæluríki, utan við tíma og rúm, þar sem orðið í öllum sínum margbreyti- leik og fjölkynngi sé alrátt og án afmarkaðrar merkingar. List á að hans mati að felast í loddaraleik og listbrögðum. Hins vegar verður sú þver- stæða einatt uppi í bókum hans að persónurnar þjást af of ríkri sjálfsvit- und og komast að þeirri niðurstöðu að lífið réttlæti sjálft sig og ástin geti réttlætt manninn. Fyrstu tvær skáldsögur Barths eru að formi til hefðbundnar, en inntak 117
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.