Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 129
Bandarísk sagnagerð eftir seinna stríð
amatörinn, til að endursemja söguna um Meistarann Mikla, Giles Goat-
Boy, sem er að hálfu Krismr og að hálfu guðinn Pan. Giles berst við að
losna úr dýrslegu sakleysi sínu til að bjarga mannkyninu, en fer einatt
villur vegar í völundarhúsi mennskrar vitundar. Eftir margháttaða árekstra
við Þverstæðuna og Hið nafnlausa, öðlast hann loks uppfylling draumsins
um óskipta verund í örmum ástvinu sinnar, Anastasíu, inni í vömb tröll-
aukinnar tölvu, WESCAC. I vömb hennar verða bæði vit og vitleysa merk-
ingarlaus með öllu.
„Lost in the Fun House“ (1968) er safn smásagna þar sem Barth heldur
áfram þessum makalausa fjarstæðuleik sem endar í tómi og töfrum máls-
ins.
Barth hefur verið líkt við Borges og Beckett, höfunda þagnarinnar í
samtímabókmenntum, en örvænting hans um möguleika mannlegrar tján-
ingar virðist ekki vera eins djúpstæð. Hann skrifar um morð, blóðskömm
og vitfirringu eins og þessi fyrirbæri ættu sér ekki annan hljómbotn en
holan hlámr.
Truman Capote (f. 1924) ávann sér mikla frægð kornungur fyrir ótrú-
lega fjölhæfni í stíl og efnismeðferð jafnt í smásögum sem skáldsögum.
Hann er upprunninn í Suðurríkjunum og fyrstu verk hans bera þess ótví-
ræð merki: ofurviðkvæmar og nærfærnar lýsingar á tilfinningum og um-
hverfi fólks sem virðist vera næstum of brothætt fyrir líf í mannlegu sam-
félagi nútímans.
Fyrstu skáldsögur hans, „Other Voices, Other Rooms“ (1948) og „The
Grass Harp“ (1951) fjalla báðar um Suðurríkin: sú fyrri um leit ungs
manns að sjálfum sér um refilstigu ótta og afbrigðilegra hvata; sú seinni
um endalok sakleysis í lífi pilts sem lifað hefur lífinu í skjóli aldraðra
kvenna innan veggja gamals timburhúss sem verndaði hann fyrir vonsku
veraldarinnar. Þar með lýkur Suðurríkja-skeiðinu í skáldskap Capotes.
Hann semur tvær líflegar og vinsælar ferðabækur og frægt kvikmynda-
handrit, „Beat the Devil“, en snýr sér síðan að sínu nýja umhverfi í New
York í skáldsögunni „Breakfast at Tiffany’s“ (1958), þar sem áhyggjulaust
líf velmegandi ungmennis er lofsungið í frjálslegu formi og með orðfæri
tískudrósa sjötta áratugarins.
Tæpum áratug síðar skiptir Capote enn um hlutverk og sendir frá sér
bókina „In Cold Blood“ (1966), sem nefnd hefur verið „skáldsaga án
119