Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 131
Umsagnir um bækur
EINKAMÁL STEFANÍU
eftir Asu Sólveigu
Bókaútgájan Orn og Orlygur 1978
Einkamál Stefaníu er fyrsta skáldsaga
Ásu Sólveigar og lofar sannarlega góðu
um framhald. Þetta er skemmtileg saga
aflestrar og auk þess efni í mikla um-
þenking.
Sagan gerist í Reykjavík á tæpu ári,
frá júní og fram í febrúar-mars. Allt
bendir til þess að hún gerist í nánustu
fortíð, fyrra og hitteðfyrra, meðal ann-
ars það að á tíma hennar er Vilhjálm-
ur menntamálaráðherra. Sagan afmark-
ast af meðgöngu og fæðingu. Á fyrsta
degi frásagnarinnar kemst aðalpersóna
að því að hún er komin 7—8 vikur
á leið, í sögulok er barnið fætt. Annað
sem gengið er með og fætt er hugmynd
um að flytjast til Svíþjóðar sem kemur
upp snemma í sögunni og er framkvæmd
i lokin.
Stefanía, aðalpersónan, býr í Breið-
holti. Á það er minnst nokkrum sinn-
um en umhverfið skiptir engu máli í
sögunni. Stefanía gæti alveg eins búið
vestur á Melum. I sögunni koma ekki
upp nein mál sem blokkarfólk kannast
við cg umhverfis blokkina gerist ekk-
ert einkennandi. Þetta er heldur ekki
Breiðholtssaga, þetta er fjölskylduróman.
Þó kemur blokkarsamfélagið sér vel
þegar Stefanía þarf á því að halda, það
getur lánað henni bæði barnfóstru og
kött.
Stefanía
Vettvangur sögunnar er Reykjavík á
okkar dögum og Stefanía er nútíma-
stúlka. Hún er ung, 21—22 ára, en
hún hefur verið gift Helga trésmið í
fjögur ár, á með honum tveggja ára
son og litla stelpu iíka í bókarlok. Hún.
segir söguna í 1. persónu, en með því
að tjá sig um atburði og annað fólk verð-
ur hún mjög skýr persóna í sögu sinni.
Stefanía er sæt og hress, góður fé-
lagi, vel gefin, jafnlynd en orðheppin
þá sjaldan að fýkur í hana. Ekki talar
hún um hvaða menntun hún hefur eða
við hvað hún vann áður en hún eignað-
ist Stefán litla, en það kemur fram að
hún hafði ætlað sér út að vinna þegar
hann kæmist á leikskóla. Stefanía er
ráðagóð og rösk svo að jafnvel má telja
óvenjulegt, það sést best í kaflanum um
viðureign hennar við Fríðu litlu (87—
93). Hins vegar er hún ekki sérlega
húsleg og tekur heimilisverkunum eins
og hverju öðru hundsbiti.
Stefanía er eðlileg stúlka sem þráir
ákaft að verða mjög hamingjusöm —
eins og maður á rétt á þegar maður er
ungur, hress og vill öllum vel, er góður
við sína nánustu, góður granni, barn-
góður. Stefanía hefur líka einn eigin-
leika í viðbót til að ná þessu marki,
eiginleika sem margar konur kannast
eflaust við. Hún getur farið út fyrir
sig, flúið veruleikann þegar hann er ó-
þægilegur og hugsað sig burt: „Einsog
oft áður upplifi ég að vera að hluta
121