Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 137

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 137
Ádrepur Framhald af bls. 10. um við þau lönd sósíalísk en ekki af gömlum vana né af því að borgaralegir fjölmiðlar gera svo. En Vésteinn Lúðvíksson vill ekki kalla þessi ríki sósíalísk. Með því sé verið, segir hann, að „læða því inn hjá fólki að sósíalismi sé sama og kúgun“. Rétt eins og við sósíalistar losnum nokkurn tíma undan því að vera kallaðir kúgarar af málsvörum þeirrar stéttar sem við ætlum að afnema sem slíka! Oll ríki eru kúgunartæki, einnig sósíalíska ríkið. Ætlunarverk þess er að afnema auðvaldsarðránið. Það er hin argasta kúgun í augum auðvaldssinna,. raunar eina tegund kúgunar sem þeir vita af eða viðurkenna. Þess vegna mun- um við sósíalistar ætíð liggja undir því ámæli auðvaldssinna að stefna okkar sé kúgunarstefna, jafnvel þótt Sovétstjórnin eða aðrar hætti að beita andófsmenn harðræðum. Meðferð þingræðis-sósíalista og annarra hentistefnumanna á sósíalisma-hug- takinu er gleggsta dæmið um útvötnun þess. Þess konar menn eru nógu gal- vaskir að segja okkur að sósíalismi sé ekki þar eða hér, ekki þetta eða hitt eins og sósíalismi sé alskapaður, óbreytanlegur hlutur! En reyni þeir að skilgreina sósíalisma, flýtur allt fyrir þeim og lendir í meiningarlausu orðagjálfri sem á lítið skylt við raunhæfa pólitík. En sósíalisminn er fyrst og fremst raunhæf pólitík, hann er barátta, starf og þróun en ekki áreynslulaust hopp inn í neitt sæluríki. Að nokkrir sósíalistar hafi nokkurn tíma haldið að sósíalisminn kæmi sjálfkrafa með afnámi séreignaréttarins á framleiðslutækjum er einber misskiln- ingur hjá Vésteini Lúðvíkssyni. Stalínisminn er sýnilega orðinn óleysanlegt þráhyggju-vandamál hjá þeim sem mest hafa hann á orði líkt og „leitin að höfundi Njálu“ eða þess háttar fræði voru sumum mönnum um skeið. Sumir vilja teygja stalínisma-hugtakið út yfir flest sem miður fer í mannlegu félagi en aðrir láta það tákna „úrkynjun sósíalismans". Vésteinn Lúðvíksson hefur skilgreiningu á reiðum höndum og. er svo sem ekki einn um hana, allir „andkreddu-marxistar”, „samanlagður marxistaskari Vestur-Evrópu“, fylgja henni! Það er að segja, byltingarkenning. marxismans skal héðan í frá heita stalínismi, því hún er kredda í augum þing- ræðissósíalistanna og Evrópukommúnistanna sem hafa afneitað henni leynt og; ljóst. Skilgreining Vésteins kemur því mætavel heim við það sem áður er sagt um eðli og uppruna stalínisma-nafngiftarinnar. Stalínismi er skálkaskjól henti- stefnunnar. Reyndar viðurkennir Vésteinn að skilgreining hans eigni Stalín meira en hann á. Stalín var ekki upphafsmaður byltingarkenninga marxismans. Skilgreiningin er því að ekki litlu leyti blekking og ósagnfræðileg. En hvað gerir það til! Henni er ekki ætlað að auðvelda mönnum skilning, heldur að ala á hleypidómum. Vésteinn telur að það sé íslensk pólitísk sjálfumgleði og strútsháttur að vilja ekki nota hugtakið stalínismi á sama hátt og marxista- 127
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.