Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 29
Hreyfing meðal farandverkafólks
undantekningarlkið um borð. Flestir geta gert sér í hugarlund hvernig er að búa
um borð í bátum heilu vertíðartímabilin, sérstaklega í smærri bátum þar sem
allir búa saman í einum klefa, sem jafnframt er eldhús, borð- og setusalur. Verst
er þó sú slysahætta sem af því stafar, bæði reyk- og eldhættan frá olíueldavélinni
og sú hætta sem því er samfara að ferðast milli skips og bryggju í hvaða veðri
sem er og á öllum tímum sólarhrings, en það verða sjómenn sem búa um borð
að gera, oft einir síns liðs. Mörg eru þau orðin slysin sem leitt hafa af þessu.
Malefni farandverkafólksins voru rædd í sérstökum starfshóp og í lok ráð-
stefnunnar var samþykktur stuðningur við kröfur farandverkafólks með at-
kvæðum allra nema forystu Sjómannasambandsins.
Á þessari ráðstefnu gengu nokkrir einstaklingar til liðs við það fólk sem vann
að málefnum farandverkafólks á Stór-Reykjavíkursvæðinu, og upp úr því fór
hópurinn að hittast reglulega a. m. k. einu sinni í viku og hafði til þeirra
fundarhalda frjálsan aðgang að flokkshöll Fylkingarinnar og aðgang að síma þar.
Þá var og reynt að rita fundargerðir og koma á skipulegu reikningshaldi fyrir
hópinn.
Efndir láta á sér standa
Hópurinn var, þegar hér var komið sögu, orðinn mjög uggandi um að verka-
lýðshreyfingin léti hjá líða að taka upp kröfur farandverkafólks sem hluta af
kröfugerð sinni fyrir komandi samninga, þrátt fyrir gefin loforð forystunnar.
ASI hafði haldið tvær kjaramálaráðstefnur án þess að þar væri minnst á málefni
farandverkafólks.
Að vísu endurspegluðu þessar ráðstefnur það upplausnarástand sem innan
hreyfingarinnar ríkti, og síðari ráðstefnan fór að mestu í bið eftir forystu
Verkamannasambandsins, sem um síðir stakk höfðinu í gættina og bað um að
ráðstefnunni yrði frestað. Þrátt fyrir það var óeðlilegt að mati hópsins að ekki
skyldi neitt um málefni farandverkafólks fjallað. Var því talið mikilvægt að
reynt yrði að vekja athygli á kröfum farandverkafólks og þrýsta á þann hátt á að
þriðja kjaramálaráðstefna ASÍ, sem boðuð hafði verið 14. janúar, tæki þær upp.
Verkamannasambandið hafði ákveðið að halda kjaramálaráðstefnu fyrir jól og
Hugmyndina að þessari mynd fékk ég líka í Eyjum eftir að hafa verið á verbúðum þar. Ef þetta
fólk sem þar bjó dirfðist að verða veikt, trúðu verkstjórarnir þvi ekki. Við fundum oft að álit þeirra
á veikindum okkar var að við værum bara á fylliríi eöa þá þunn. Við værum bara komin til að
skemmta okkur. Auðvitaö var einn og einn innan um sem lét þannig, og þeir skemmdu fyrir
hinum. Og verkstjórarnir hikuðu ekki við að reka fólk.
155