Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 24
Tímarit Máls og menningar Tók nú aö skýja í hugum farandverkafólksins og þegar það sá sér næst leik á borði varð ljóst hvernig veður höfðu skipast í lofti. Verkalýðsfélögin í Vest- mannaeyjum héldu um mánaðamótin nóv.— des. ráðstefnu undir merkjum verkafólks í sjávarútvegi, en þessi félög unnu merkilegt brautryðjendastarf með aðild sinni að ráðstefnunni Maðurinn og hafið sumarið 78. Sú ráðstefna var haldin af mun fleiri en félögunum þar og varð ef til vill þess vegna með talsverðum hátiðarblæ. En nú var markið sett á verkafólk í sjávarútvegi, þar með auðvitað taldir sjómenn, og gerð tilraun til að ná vandamálum þess betur í sigti. Á ráðstefnunni voru málefni farandverkafólks einn af fjórum umræðuflokk- um. Þar hafði framsögu Þorlákur Kristinsson, og vegna þess að ræða hans endurspeglar afstöðu farandverkafólks til stöðunnar og undangenginnar þró- unar verður ekki hjá því komist að birta hluta hennar hér. I upphafi sagði Þorlákur: , Á 9. þingi Verkamannasambandsins sl. haust kvartaði Guðmundur J. Guð- mundsson mikið yfir því hve hinn almenni launamaður væri óvirkur í starfi verkalýðshreyfingarinnar. Fyrir þessu eru eflaust fleiri en ein ástæða, t. d. óhóf- legur vinnutími, þreyta og áhugaleysi og kannski það að verkalýðsforystan sé hrædd við virkni félagsmanna, að sumum finnist jafnvel æskilegt að viðhalda óbreyttu ástandi. Alla vega finnst manni oft tilraunir verkalýðsfélaganna til að virkja verkalýðinn í fjöldabaráttu fyrirbættum kjörum heldur fátæklegar. Okkur er ljóst að ASÍ ætlar að taka kröfur okkar upp í komandi samningum og verðum við bara að bíða og sjá hver árangurinn verður af þeim samningum. En eitt er það sem þolir enga bið, en það er að stöðva þetta svivirðilega rán sem fæðiskostnaður margra mötuneyta verbúðanna er, en eins og allir vita er sá kostnaður farinn aö slaga vel i 70% af dagvinnutekjum. Þessu virtist formaður VMSÍ, Guðmundur J. Guðmundsson, og þeir er 9. þingið sátu, fyllilega sammála. Við talsmenn FVF á þinginu, Björn Gíslason sjómaður og ég, bentum for- ystunni á að ef ekki væri búið að reyna einhverja leið til þess að stöðva þetta háa verð á fæði fyrir mánaðamótin okt. —nóv., þá yrði farandverkafólk sjálft að grípa til einhverra róttækra ráðstafana til þess að þrýsta á um að eitthvað yrði gert. Við teljum að ef ASÍ, VMSÍ og Sjómannasambandið mundu beita sér sem heild gagnvart útgerðarauðvaldinu til þess að ná einhverju samkomulagi um fæðiskostnað, þá hlyti eitthvað að ganga. í það minnsta fannst okkur það vera skylda forystunnar að reyna, að gera tilraun og sjá hvað yrði úr. Þessu var Guðmundur J. Guðmundsson einnig sammála okkur um og lofaði að beita sér fyrir því að gera öflugt átak í málinu. Þegar svo ekkert var farið að gerast í málinu, þó liðið væri langt fram i nóvember, fórum við að verða óróleg. Allan þennan tima höfðum við samt haldið uppi spurnum hjá VMSI hvernig málinu vegnaði. 150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.