Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 114
Jón Viðar Jðnsson Bertolt Brecht og Berliner Ensemble — Fyrri grein — Ekki er nema steinsnar frá brautar- og landamærastöðinni við Friedrichstrasse í Austur-Berlín, sem ferðalangar frá Vestur-Berlín fara um áður en þeir geta gengið út austanmegin, til leikhússins við Schiffbauerdamm, leikhúss Berliner Ensemble. Yfirlætislaus leikhúsbyggingin, sem stendur við dálítið torg handan við Schiffbauerdamm, ber ekki með sér að þar hafi verið unnin einhver glæst- ustu afrek í leiklistarsögu þessarar aldar. Það er ekki fyrr en inn er komið að við blasir á veggjum smásýnishorn þeirra hciðursviðurkenninga sem leikflokknum, sem þarna starfar, hafa hlotnast. Þarna eru skjöl og skilti á fjölmörgum framandi tungum, því að þessi leikflokkur hefur gert víðreist og orðstír hans borist um alla heimsbyggðina. Og á veggjum ganganna getur einnig að lesa tilvitnanir í verk þess manns sem þetta leikhús á frægð sína að þakka, Bertolts Brechts. í þessu húsi var Túskildingsóperan frumsýnd árið 1928, en sú sýning bar hróður Brechts langt út fýrir mörk Þýskalands. Og árið 1954 flutti svo Berliner En- semble, leikflokkurinn sem austurþýsk stjórnvöld stofnuðu handa Brecht eftir komu hans til Austur-Þýskalands árið 1948, inn í húsið og hefur haft þar aðsetur síðan. Sýningar flokksins voru um þetta leyti teknar að vekja heimsathygli, goðsögnin um Brecht var að verða til og þessa leikhúss beið það erfiða hlutverk að standa vörð um hana, en halda þó áfram þeirri róttæku listrænu nýsköpun sem hann hafði hafið. Brecht auðnaðist sem sé ekki sjálfum að halda lengi áfram starfi sínu við Berliner Ensemble. Hann andaðist siðsumars árið 1956, fimmtíu og átta ára að aldri, og bar dauða hans brátt að. Fráfall hans var þungt áfall fyrir leikflokkinn og margir efuðust um að hann gæti haldið áfram á jafnglæsilegan hátt. Næstu sýningar þóttu þó standast þær kröfur sem menn hlutu að gera til hans og vestrænir leikhúsmcnn héldu áfram að fara í pílagrímsferðir til Austur-Berlínar. En smám saman tóku þó raddir gagnrýni og vonbrigða að gerast háværar. Ýmsir þóttust greina merki stöðnunar og að listamenn leikhússins væru svo þrúgaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.