Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 92
Tímarit Máls og menningar V En þá er enn ekki sagt frá því sem mestu varðar um þau stakkaskipti sem efniviður lífsreynslunnar tekur eftir því, hvort Theódór Friðriksson er að skrifa endurminningar sínar undir fullu nafni eða þá skáldsögur. I verum einkennist blátt áfram af þeirri viðleitni að sem flestu sé til skila haldið af því sem minnið leyfir (um leið er ljóst, að ýmsu er sleppt af þeirri kurteisi og tillitssemi sem íslenskt nábýli ýtir undir). Theódór Friðriksson lætur í ljós samúð með dugn- aðarmönnum og fátæklingum, andúð á stórbokkum, sukki og solli — en öllu er því fremur í hóf stillt. Þórbergur Þórðarson finnur þá skýringu á því, hve friðsamur Theódór er í ævisögunni, að hann botni ekkert í þjóðskipulaginu, „lífsskilningur hans virðist ærið þröngur, jafnvel allt að því í óvenju mikilli þoku“ (177). En í smásögum og skáldsögum sínum er Theódór Friðriksson kominn í annan stakk. Þar er hann með tilstilli persóna, sem hann hefur falið sérstakt umboð sitt, einatt að leita út fyrir þann þrönga hring sem ævikjörin, aðstæð- urnar hafa dregið um líf hans. Hann segir á einum stað í ævisögunni um smásagnagerð sína, að „þó ég bæri þungar áhyggjur af fátæktinni og öll aðstaða mín væri á þann veg, að erfitt væri að bera höfuðið hátt, hafði ég þarna eignast það, sem gaf mér von um ofurlítinn þótta og virðingu fyrir sjálfum mér“ (342). Þessi uppreisn æru er ekki aðeins tengd því, að með því að gefa út bækur lyfti hann huganum úr slori og þrældómi eða tylli sér á bekk með lærðum mönnum. Theódór vinnur sigra sína sem rithöfundur með því að láta persónur sínar gera og reyna ýmislegt það sem hann gat ekki gert sjálfur, fékk ekki að kynnast. Arið 1910 er Theódór á Sauðárkróki og á mjög erfitt uppdráttar. En fyrsta bók hans er komin út og hann heitir sjálfum sér því, að hann „skyldi reyna að halda höfði“. Hann bætir við: „Hafði ég jafnvel meiri löngun til þess nú en áður að storka þeim sem efnaðir voru“ (429). Um þetta leyti eru nágrannar hans farnir að óttast að í sögunum sem hann er að semja „úr daglega lífinu" ætli hann að taka í lurginn á Sauðkræklingum.og „var Kristjáni Gislasyni sérstaklega illa við „þennan andskota" og vildi bæla hann niður. En ég brá grönum við öllu slíku og lét það ekkert á mig fá“ (428). Þetta dæmi er merkilegt. Ritstörfin, þó að þau hefðu ekki skilað nema nokkrum fátæklegum, ofurviðkvæmum smásögum, höfðu þegar aukið öreiganum sjálfs- traust. Hann bregður nú grönum við rausi kaupmanns, sem hann áður óttaðist. En Kristján þessi Gíslason hafði óspart fært sér í nyt neyð Theódórs þegar hann átti erfiðast í vondum kotum í Skagafirði og á Króknum. Það var sama hvað 214
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.