Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 107
Gabrtel García Marquez
Mjög gamall maður
með afarstóra vængi
Þriðja rigningardaginn var búið að drepa svo marga krabba i húsinu að
Pelayo varð að fara með þá yfir húsagarðinn, sem flætt hafði yfir, og fleygja
þeim í sjóinn, vegna þess að nýfædda barnið hafði verið með hita um
nóttina og menn héldu það stafa af stækjunni. Heimurinn hafði verið
dapurlegur síðan á þriðjudag. Himinn og haf runnu saman í öskugráma,
og sandurinn á ströndinni, sem i mars glóði sem ljósduft, var nú cin súpa
af eðju og rotnuðum skeldýrum. Birtan var svo dauf á hádegi þegar
Pelayo kom aftur heim eftir að hafa fleygt kröbbunum, að hann sá varla
hvað það var, sem hreyfðist og emjaði í einu horni húsagarðsins. Hann
þurfti að ganga alveg að því til að uppgötva, að þetta var gamall mað-
ur, sem lá á maganum í leðjunni og gat ekki staðið á fætur, þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir, og komu afarstórir vængir hans í veg fyrir
það.
Pelayo brá í brún við þessi ósköp, og hljóp að finna Elisendu konu sína,
sem var að setja bakstra á veika barnið, og fékk hana með sér út í
garðshornið. Bæði horfðu þau á skrokkinn fallna í þögulli forundran.
Hann var klæddur eins og tötrakarl. A berum skalla hans voru aðeins eftir
örfá upplituð strý, og hann var tannlaus að heita mátti, og eymdarlegt
ástand þessa rennblauta langafa hafði svipt hann öllum glæsileik. Stórir
hænsnavængir hans voru skítugir og hálffjaðralausir og fastir í leðjunni
til frambúðar. Pelayo og Elísenda horfðu á hann svo lengi, og af svo
mikilli einbeitni, að þau komust brátt yfir undrunina og á endanum
fannst þeim hann kunnuglegur. Þá loks þorðu þau að ávarpa hann, og
hann svaraði á óskiljanlegri mállýsku, en með góðri sjómannsrödd. Þar-
með gátu þau leitt hjá sér óþægindin með vængina og komist að þeirri
skynsamlegu niðurstöðu að þetta hlyti að vera einmana skipbrotsmaður
af einhverju erlendu skipi, sem farist hefði í óveðrinu. Til vonar og vara
kölluðu þau samt á nágrannakonu sína, sem vissi allt um lífið og dauð-
229