Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 127
Umsagnir um bækur ÚRKOMUR ANTONS HELGA Fyrsta bók Antons Hclga Jónssonar, Undir regnboga, kom út á skáldsins veg- um 1974. Þar i voru nokkur lagleg ljóð, ég nefni „Ljósku“, „Ljóð“ og „Menningu“ sem margir kannast við: Meðan Gunnar á Hlíðarenda stökk hæð sína í hugum okkar sem lékum með trésverð í snjónum voru önnur börn minnt á tækni nútímans með dauða sínum. Obbinn átti samt sammerkt með þeim lággróðri sem virðist dafna prýðilega í sprettu síðustu ára og gæti haft að einkunnarorðum: Orð langar á blað. Höfundur fiskar orð upp á blöð sem hann síðan arkar með niður í Letur þegar 50 bls. markinu er náð. Framleiðsla af þessum toga hlýtur að knýja fram undirstöðu- spurningar á borð við: afhverju ljóð? Hlítir ljóð einvörðungu rúmfræðilegri skilgreiningu: ljóð hefir jafnan styttri línu en prósi? Spurning hvort sú endurnýjun sem átti sér stað með niðurfellingu brag- reglna, hefur ekki að sínu leyti staðnað. Athyglisvert að nýjungamaður á borð við Þórarin Eldjárn þenur sig í þröngu formi út yfir allan þjófabálk á meðan form- leysumenn fjöldaframleiða undarlega bragðdaufan texta. Hér er samt ekki ætlunin að taka undir með þeim sem jafna formbyltingu við allsherjar gengisfellingu ljóðmáls, eins- konar niðurfellingu gjaldmiðils sem hafi opnað leið fýrir skussa, jafnvel skorað á skáld að svíkjast um. Afturámóti ætti að vera hollt að viðra öðruhverju þann eðlis- mun sem sprettur af því að ljóð er knapp- ara form en prósi og útheimtir því skil- yrðislausari myndvisi, samþjöppun og skýrleika en prósi. Ekki að prósi geti komist af án alls þessa, heldur hitt að dauður punktur hlýtur að vera banvænn í ljóði en gæti læknast með meðalagjöf í prósa. Munur á prósa og ljóði gæti skýrst með samlíkingu við járnbrautarlest og flugvél, þar sem ljóðið er loftfarið og út- heimtir vissan hraða til að takast á loft. Nái það ekki þeim hraða er ekki þar með sagt að það breytist í járnbrautarlest, miklu sennilegra að það endi með skelf- ingu. Ekki veit ég hvaða æfingakerfi Anton Helgi styðst við, en á fimm árum sem liða frá Undir regnboga til Dropa úr siðustu skúr,1 nær hann afgerandi flugtökum á efnivið sinum (tekur að vísu fram i stefnuskrárljóði fremst, að kýrin Huppa frá Kluftum sé honum hugstæðari en hinn vængjaði Pegasus). 1 Anton Helgi Jónsson Dropi úr sídustu skúr. Ljóð. 59 bls. Mál og menning 1979. 249
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.