Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 94
Tímarit Máls og menningar I þessari sögu er sú lífsreynsla sem I verum segir frá gerð miklu grimmari og átakanlegri, en þó ekki í nafni réttlátrar reiði, heldur í klökkum anda sjálfs- vorkunnar og svo þeirrar fyrirgefningarspeki sem Einar H. Kvaran boðaði í sögum sínum. Nú líður fram tíminn og tólf árum síðar gefur Theódór Friðriksson út skáldsögu sem heitir Ltf og blóð (1928). Þar segir frá Brandi kaupmanni á Osnum, hinum versta harðstjóra og svíðingi, sem hefur orðið ríkur á alls kyns klækjum, m. a. því sígilda ráði að selja brennivín á okurverði í landlegum. En aðalpersóna sögunnar er Hallgrímur, verkamaður sem býr við sult og seyru og mikla ómegð í skúrræfli upp á náð kaupmanns. Hann hefur rifist við prestinn um trúmál, vekur tortryggni granna sinna með skriftum og á það til að „rjúka upp með stórmennsku“ (29) og úthúða mönnum og málefnum. En þegar sagan hefst er mjög af honum dregið. Hann er orðinn svo háður Brandi kaupmanni að hann þorir ekki að ganga í verkamannafélag, sem hjarir þar á Osnum við lítinn orðstir. Hann hefur gefist upp, er „beygður og niðurbrotinn . . . Buxnadrusl- unum hélt hann uppi með snærisspotta . . . Tærnar stóðu jafnvel fram úr skóm og sokkum og voru sokkarnir signir niður og göndluðust í hrukkum um mjóaleggina eins og beyglaðir járnhólkar“ (39). — En þess er að geta, að Theódór leggur jafnan mikla áherslu á að þrifnaður og sæmilegur útgangur sé ein höfuðforsenda fyrir því að menn geti haldið höfði uppréttu. En nú kemur í plássið rikur og dularfullur Vestur-Islendingur Stevenson að nafni, hinn vaskasti maður og hefur á leiðinni gert sér lítið fyrir og bjargað einkadóttur Brands kaupmanns, Þrúði, frá drukknun. Stevenson er reyndar að vitja æskuslóðanna þar á Ósnum, og það vill svo vel til að hann er æskuvinur Hallgríms og á harma að hefna á Brandi kaupmanni. Stevenson getur auðveld- lega slegið tvær flugur í einu höggi. Hann ákveður að reisa Hallgrím á fætur, kemur óvænt inn í hreysi hans og réttir honum „þykkan seðlabunka" til að greiða með gamla þakklætisskuld og til þess að efla Hallgrím til dáða gegn valdi kaupmanns: „Haltu áfram með lífsskoðanir þinar eins og innri rödd þín segir þér, og svo hagar þú göngu þinni með fullri djörfung og karlmannslund. Úr þessu ættir þú ekkert að vera upp á Brand kaupmann kominn" (52). Það er ekki að því að spyrja: nú hressist Hallgrimur allur við. Það er sem hann „hefði stigið upp úr einhverskonar endurfæðingarlaug" (53). Skuldlaus maður og kýreigandi gengur hann á fund Brands kaupmanns og segir honum til syndanna fyrir hans ránsskap, falsað bókhald og fleira þessháttar: „Þér hafið skopast að öllu mínu stríði og hafið haft mig í þjónustu yðar eins 216
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.