Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 39
Hreyfing medal farandverkafólks Hvað svo scm vinnuveitendur og Alþýðusambandið eru reiðubúin til að ganga langt í þessari nefnd varðandi þá reglugerð sem fyrirhugað er að setja um starfsmannaíbúðir, þá er afstaða hópsins skýr. Hún er sú að innan skipulagðra byggðakjarna verði ekki neitt húsnæði löglegt sem ekki fellur að stöðlum heilbrigðisreglugerðar og byggingarreglugerðar um ibúðarhúsnæði. Um hús- næði utan skipulagðra byggðakjarna telur hópurinn að stefna beri á það hús- næði sem Landsvirkjun flutti inn frá Noregi og er afurð af samningum norsku verkalýðssamtakanna og ríkisvaldsins frá 1974 um húsnæði verkamanna við járnbrautir og virkjanir. En fari það inn í reglugerð hefur það í för með sér að stór hluti húsnæðis sem er í eigu ríkisins, svo sem hjá Vegagerðinni, Raf- magnsveitunum og annars staðar, verður með öllu ólöglegt. A meðan safnað var upplýsingum um verbúðahúsnæði ræddi nefndin mál- efni erlenda farandverkafólksins og þar hafa þegar náðst fram ákveðnar breyt- ingartillögur á lögum um rétt erlendra manna til að stunda vinnu á Islandi, sem tvímælalaust eru erlenda verkafólkinu í hag. Með þessum breytingum á lögun- um verður ríkisvaldið ábyrgt fýrir þeim upplýsingum sem veita á erlendu farandverkafólki áður en það heldur til landsins. Vinnumálaskrifstofa félags- málaráðuneytisins, sem var sett á stofn skv. Olafslögunum, fær þetta verkefni, og verði það til þess að aukið líf færist í hana verður það að líkindum allri verkalýðshreyfingunni til góðs. En í þeim upplýsingum sem þessi skrifstofa á að útbúa og dreifa til þeirra útlendinga sem hyggjast sækja hingað til starfa skai greint frá launakjörum, vinnutíma, aðbúnaði við vinnu hér á landi, sköttum og opinberum gjöldum, rétti til yfirfærslu fjármuna, svo og almennt réttindum og skyldum sem erlent verkafólk tekst á hendur við vistráðningu hérlendis. Ymis önnur mikilsverð ákvæði er þarna að finna, og yfirleitt ættu kjör erlends farandverkafólks að verða stórum betri þegar þessu verður hrundið í fram- kvæmd. Enn stendur þó á verkalýðshreyfingunni i veigamiklum atriðum sem of langt mál yrði að telja að sinni. Það er stefna hópsins að nýta þessa nefnd til þess að safna sem mestum Hugmyndina að þessari mynd fékk ég eftir heimsókn á verbúðir hjá ákveðnu frystihúsi í Grindavík. Nokkrir úr Baráttuhópi farandverkafólks, þar á mcöal ég, fóru til Grindavíkur að gera úttekt á verbúðum þar. Á einni vcrbúðinni, þar sem við sátum og röbbuðum við ibúana, kom þar að maður einn sem við nánari eftirgrennslan reyndist vera eigandi frystihússins. Við ræddum mikið við hann og þar kom að því að hann lýsti því yfir blákalt, upp í opið geðið á fólkinu sem bjó þarna og vann hjá honum og við okkur að þetta væri bara þriðja flokks fólk sem ynni þriðja flokks vinnu, enda væri það í lélegu húsnæði. 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.