Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 62
Tímarit Má/s og menningar
færu að bíta frá sér og níðast hvert á öðru —og við? Hvað gerum við? Auóvitað
kemur okkur illa saman.
Og skaplyndi okkar er ekki einu um að kenna. Hópur af fólki í „hús-búri“,
skilið frá veruleikanum fyrir utan, lífinu í þorpinu, landinu, heiminum (við
fáum t. d. engin dagblöð, hvorki ensk né íslensk, og við skiljum ekkert í útvarpi
og sjónvarpi), þessi hópur verður að gera eitthvað í frístundum sínum, ef
einhverjar verða. Það er ekki gott að sjá hvað það er erfitt, en ég skal reyna að
útskýra það. Það búa þrjár manneskjur sem ekkert þekkjast saman í herbergi
(það er eins og að loka þrjá heima innan fjögurra veggja) og svo eru fjórum
sinnum fleiri manneskjur i húsinu, þar sem*veggirnir eru ekki miklu þykkari en
pappír. Það leiðir af sjálfu sér að það er nærri því ógerlegt að verða sér úti um
næðisstund til að beita sér að einhverju, lestri, námi, bréfaskriftum, það er alveg
sama hvað maður leggur sig fram.
Þó getum við ekki neitað hver annarri um að vera til og haga sér eins og hún
er vön og langar til, bara af því við vissum ekki út í hvað við vorum að fara þegar
maðurinn brosti blíðlega og sagði: „O, já, við sjáum um húsnæðið og það
kostar ykkur ekki neitt!“
„Súpermennimir‘ ‘
Ég hcf þegar minnst á, að við höfum nær ekkert samband við fólkið á staðnum,
og það stafar aðallega af tvennu. í fyrsta lagi er flestum andskotans sama hvað
verður um okkur, og í öðru lagi hindra tungumálaerfiðleikarnir þá sem hugs-
anlega hefðu áhuga á að sinna okkur. En hér verð ég að minnast á eina
undantekningu, mjög merkilega undantekningu meira að segja.
Meirihluti erlenda vinnuaflsins í þessu landi er kvenfólk, stelpur, og við
komumst að því eftir fáeinar vikur, að við erum ómótstæðileg (sterkir lásar og
traustar hurðir hafa ekkert að segja), já ómótstæðileg freisting fyrir þann hóp
sem ég kalla „súpermennina" á staðnum. Þeir koma í óvæntar heimsóknir furðu
reglulega, alltaf um helgar, stundum eftir böll og þegar áhafnir af togurum
koma í land. Meðfætt blíðlyndi þeirra er meira en maður á að venjast af
karlmönnum. Þeim vex ásmegin við hvern sopa úr brennivínsflöskunni, þangað
til þeir, þessar „elskur“, setja húsið á annan endann í einu vetfangi. Þeir láta sig
ekki muna um að sparka inn nokkrum hurðum og gluggum, enda finnst þeim
sjálfsagt að gefa okkur sýnishorn af karlmennsku sinni, „hreysti“ og hæfileikum
á heimsmælikvarða við að eyðileggja allt sem stendur í vegi fyrir þeim. Þeir eru
miklir menn þessir innfæddu súpermenn — Kúngfú — James Bond. Eini
184