Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 52
Tímarit Máls og menningar sem stendur enn, viö endann á vitahúsinu. Og þar stendur maður og hrærir í súpupotti og segir: „Má ekki bjóða stú/kunni kjötsúpu?“ Þetta var þá Akur- eyringur sem var kokkur á bátnum og hafði verið sendur upp til að elda matinn og misst af róðrinum. Eg held að ég hafi sagt já takk; ég var ósköp uppburðalítil held ég og vandræðaleg út af þessu öllu saman. Þarna tók ég til starfa. Á þessu lofti var gangur eftir endilöngu og herbergi sitt hvorum megin, sjö áhafnir með matráðskonu og alveg sama aðstaða í hverju herbergi. Herbergin voru ekki mjög stór. Það var langt borð í miðju og kojurnar sitt hvorum megin, það voru hákojur og víðast tveir í koju. Þarna sváfu 12 — 14 menn. Eitt lítið rúm var úti í horni með tjaldi fyrir og þar átti ráðskonan að vera. Svo var eldavélin í einu horninu. Þetta var allt í senn, svefnherbergi, borðstofa og eldhús. Uppi i loftinu voru litlar perur frá dieselrafstöð sem var í sambandi við frystihúsið og beituskurana. Mér leiddist voðalega fyrst og ég hélt að ég mundi gefast upp. Omurlegast fannst mér að þurfa að sofa innan um alla þessa karlmenn. Og ég háttaði ekki í hálfan mánuð. Maður varaði sig svona á hlutunum. Vinnudagurinn var ósköp langur. Eg fór á fætur snemma á morgnana og var að vinna allan liðlangan daginn og oft fram á nótt. Fyrir utan matinn þurfti maður að baka allt brauð sem notað var, bæði sætt og ósætt, og útbúa svo bitakassa á sjóinn. Við vorum þarna margar ungar stelpur og vorum mjög samrýndar, og þegar maður fór að kynnast þá gekk þetta ágætlega. Það var vatnstunna fyrir utan dyrnar sem maður jós úr með kastarholu í fötu og bar vatnið ískalt inn og upp. Eldavélin var léleg og maður þurfti að sæta lagi með hana. I vondum veðrum og í blankalogni dugði hún ekkert svo við þurftum oft að baka á nóttunni. Okkur vannst auðvitað langbest þegar karlarnir voru á sjó og hinir úti að vinna, en svo þurfti maður oft að færa þeim kaffi og með því út á bryggju á nóttunni þegar þeir voru að gera að. Þennan fyrsta vetur sem ég var þarna þurfti ég að þvo sokkaplöggin af öllum mönnunum og stoppa í þau. Það var hluti af mínum skylduverkum. Svo var ég tvær aðrar vertíðir ráðskona á svona bát. Þá þurfti ég að þvo allt af mann- skapnum. Eg þvoði í öðru herbergi, sem var geymsluherbergi, en þurfti að sjóða þvottinn á eldavélinni sem ég eldaði matinn á svo ég varð að gera það í aukatímunum. Eins og ég sagði áðan voru 12—14 menn sem unnu við hvern bát. Það voru 6 sjómenn og svona 6—7 landmenn eftir því hvað var mikið fiskirí. Stúlkurnar voru 7 alls, ein við hvern bát, og bjuggu allar á þessu sama lofti. Launin voru 100 krónur á mánuði. Það var mesta kaup sem ég hafði fengið á 174
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.