Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 130

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 130
Tímarit Máls og menningar undir stól heldur gera ágæti þeirra heyrinkunnugt, a.m.k. koma til skila að bækur viðkomandi séu á boðstólum. Aftan á kápu er mynd af fríðleikspilti sem við gætum best trúað að væri skáldið. Gjarnan hefðu mátt fylgja upplýsingar um hvenær hann er fæddur og hvaðan hann kemur. Lesandinn sér svo um að fylgjast með þvi hvert hann fer. Pe'tur Gunnarsson. AÐ VELJA SÉR FORTÍÐ Það væri freistandi að bera nýju bókina hennar Asu Sólveigar, Treg í taumi (Örn og Örlygur, 1979), vandlega saman við fyrstu skáldsögu hennar, Einkamál Stefaníu (1978), en slíkt verður að gera á öðrum vettvangi en í ritdómi. Þó má fljótlega benda á líkindin með aðferð og efni: Treg í taumi er fyrstu persónu frá- saga í nútíð eins og Einkamál Stefaníu, báðar segja söguhetjur frá örlagaríkum tíma í lífi sínu og ljúka frásögninni á örlagaríkri ákvörðun. Stefanía fylgir eiginmanni sínum til útlanda gegn vilja sínum, Guðný gengur út af heimili sinu og skellir á eftir sér. Þær eru ekki ólíkar að lundarfari þótt lífið hafi verið mildara við Stefaníu en Guðnýju, báðar eru hrein- skilnar, orðheppnar og skapmiklar, báðar hafa samt látið beygja sig. Ef afleiðingar þeirrar kúgunar verða þær sömu hjá Stefantu og Guðnýju er framtíð Stefaníu annað en björt. Treg í taumi er sögð í nútíð og gerist í nútímanum þótt nánast engin merki um heim utan einkalífsins sjáist í sögunni — engin tilvisun til stjórnmála, dægurmála eða heimsmála, hljómsveitin Meat Loaf er það eina sem nafngreint er af því tagi og gæti tímasett söguna. En það þarf ekki ytri atvik til, sagan skilar sér vel sem sam- tímafrásögn. Sagan gerist á tæpum tveim sólar- hringum. Guðný, sögumaður og aðalper- sóna, er 46 ára, gift forstjóra, þriggja barna móðir og húsmóðir í einbýlishúsi. Þegar sagan hefst eru þau hjón að fara út að skemmta sér og nær öll bókin gerist það kvöld og nótt með eftirleik tæpan sólar- hring á eftir. Lesendur kynnast fjölskyldu Guðnýjar, börnunum sem hún er búin að týna nema helst því yngsta, stelpu á ferm- ingaraldri, eiginmanninum Braga sem ævinlega hefur rétt fyrir sér, máginum Ævari sem Guðný hefur dáðst að en reynist eigingjarn og ráðríkur eins og bróðir hans. A dansleiknum fá lesendur svipmyndir af fjölmörgu fólki, margar skýrar og skemmtilegar, en gamla vin- konan og starfsfélaginn Erla, fyrrverandi eiginkona Ævars, skyggir á aðra eftir að hún kemur fram á sjónarsviðið. Erla er skýrasta dæmið um þá kvengerð sem Guðný virðir og trúir á, sterk, til- fmningaheit og sjálfstæð. Ef Stefania hefði átt vinkonu á borð við Erlu hefði kannski farið öðruvísi fyrir henni. Erla verður Guðnýju mikil hjálp við að átta sig á hvað er á seyði i lífi hennar, ekki síst með lifandi frásögn sinni af því hvernig hún bjargaði sjálfri sér. Guðný heldur að nýi eigin- maðurinn hafi komið Erlu á réttan kjöl eftir skilnaðinn við Ævar, en það var hún sjálf sem gerði það: .. . ég var niðurbrotin og dekraði mína ástarsorg eins og langþráð ungbarn. Það var skelfilegt ástand, mér fannst 252
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.