Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 59
Aðstœður erlends farandverkafólks
inn í svefnherbergin. Einu húsgögnin sem þar er hægt að hafa eru nokkrir
eldhúskollar, einn sófi og trébekkur (sem fólk vill síður nota).
Eina þvottavélin sem er í lagi er geymd í litlu baðherbergi þar sem þvottur
hangir stöðugt til þerris. I húsinu eru tvær sturtur, þrjú klósett og þrjár
handlaugar, sem er langt frá því að fullnægja hreinlætisþörfum svo stórs hóps af
fólki. Byggingin er úr sér gengin ekki síður en húsgögn og hreinlætisaðstaða.
Verðið í mötuneytinu er orðið svo hátt að flestum okkar finnst við ekki hafa
efni á að borða þar. Loforðið um lágmarkslaun og stöðuga vinnu hefur ekki
verið uppfyllt enn. I mánuðinum eftir þriggja vikna jólafrí fengum við að
jafnaði vinnu þrjá daga i viku. Það kom fyrir að Islendingar kringum okkur
voru látnir vinna en við ekki, og við vissum ekki hver réttur okkar var.
Við höfum engar upplýsingar fengið óbeðið um réttindi okkar, hvorki frá
verkalýðsfélaginu né vinnslustöðinni. Við höfum reynt að spyrjast fyrir um
reglur sem varða atvinnuleyfi útlendinga (og hafa ekki verið þýddar á ensku),
bónuskerfi, refsibónus, verkalýðsfélagsréttindi og skatta, en svörin sem við
fengum hafa ekki komið frá ábyrgum aðilum og því ófullnægjandi. Það er
þreytandi að þurfa stöðugt að spyrja og fá aldrei svar. Við höfum heyrt margar
kvíðvænlegar sögur um skuldir sem hafi verið innheimtar á síðustu stundu
vegna ókunnugleika á skattakerfinu íslenska. I þrjá mánuði höfðum við ekki
hugmynd um að við ættum að njóta kauptryggingar fyrr en við komumst í
samband við Baráttuhópinn. Við eigum lika oft í vandræðum með að gera
okkur skiljanlegar. Upplýsingar sem mönnum hefur láðst að gefa okkur og
jafnvel beinar lygar hafa ekki gert aðstöðu okkar þægilegri.
Okkar hópur er lánsamur að því leyti að við höfum getað hert okkur upp og
reynt að kanna skipulega stöðu okkar. Mikilvægara er að við höfum komist í
samband við fólk sem er að reyna að bæta kjör farandverkafólks, íslensks og
erlends.
Þegar allt spariféð sem við höfðum safnað saman var þrotið fórum við að
hugsa okkar ráð. Niðurstaða margra okkar varð sú að þessari vinnudvöl á Islandi
hefði verið sóað til einskis. Hins vegar mætti vafalaust breyta ástandinu. Alltaf
koma nýir og nýir útlendingar til starfa á Islandi. Með nokkrum lagfæringum,
útgáfu rækilegra leiðbeininga, jafnvel talmálsnámskeiðum í íslensku, yrði
dvölin skemmtilegri og gagnlegri fyrir alla aðila.
Þ. H. pýddi.
181