Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 35
Hreyfing meðal farandverkafólks Heiðraði félagi. Á 9. þingi Verkamannasambands íslands sem haldið var á Akureyri 12. —14. okt. síðastliðinn var samþykkt að skipa nefnd til að fjalla um málefni farandverkafólks. Á fundi framkvæmdastjórnar VMSÍ sem haldinn var laugardaginn annan þessa mánaðar var samþykkt að velja þig ásamt formanni sambandsins, Guðmundi J. Guðmundssyni, og Þórði Ólafssyni í þessa nefnd. Formaður VMSI mun kalla nefndina saman. Þorlákur, sem þá hafði ráðist til sjós yfir vertíðina, hafði strax samband við VMSI og kvaðst ekki geta starfað með þessari nefnd enda hefði hópurinn skilið samþykkt Verkamannasambandsþingsins svo að í þessa nefnd veldust menn úr forystu þess sem tíma hefðu og getu til að sinna þessum málum. Aðrar spurnir hefur hópurinn ekki haft af þessari nefnd og ekki er vitað til að hún hafi verið kölluð saman. Tvímælalaust var það bækistöðin sem hópurinn hafði komist yfir sem hleypti lífi í starfið í janúar. Þar fékk hópurinn miðstöð boðleiða og skipulagningar, auk þess sem félagar skiptust á vöktum þar í frítíma sínum. Þegar mikið lá við voru ætíð til staðar einhverjir úr hópnum sem gátu skapað sér aðstöðu til að einhenda sér í verkefnin eingöngu og tryggja þannig framkvæmd þeirra. I febrúar var sú staða hins vegar að koma upp innan hópsins að meirihluti sívirkra félaga var að fara til vinnu á vertíðinni eða að hverfa af landi brott um leið og aukið starf magnaði upp verkefnin og ný og áður óþekkt verkefni bættust í sífellu við. Við þessar aðstæður varð það að ráði að einn úr hópnum reyndi með aðstoð hinna að helga sig eingöngu starfi fyrir hópinn og málefnum farandverkafólks alla vertíðina. Á þessu tímabili átti hópurinn von á kjara- samningum þeim sem verkalýðsforystan hefur gefið verkafólki óbein fyrirheit um í fjölmiðlum í meira en hálft ár, í skjóli yfirráðanna í ríkisvaldinu. Það hefði því verið fullkomið ábyrgðarleysi af hálfu Baráttuhópsins að láta hjá líða að halda fast fram kröfum farandverkafólks á þessu tímabili. Hópurinn taldi líklegt að verkalýðshreyfingin kæmi til með að styðja starf- semina, þ. e. starfsmannahald, með fjárframlögum. Slíkt hefði á engan hátt verið óeðlilegt þegar haft er í huga að hin skipulagða verkalýðshreyfing, sem veltir árlega hundruðum milljóna, hafði lýst afdráttarlausum stuðningi við baráttu farandverkafólks. Svo fór þó ekki. Frá verkalýðshreyfingunni komu engin fjár- framlög fyrir utan þau 50.000 sem áður hefur verið getið. Hins vegar létu stúdentar tæpa hálfa milljón af hendi rakna til hópsins og má því segja að það fjármagn hafi fyrst og fremst staðið undir rekstri hans. Því er það svo þegar þetta er ritað að enn hefur enginn félagi í baráttuhópi farandverkafólks fengið laun í neinu fýrir starf í þágu hópsins. 11 TJIM 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.