Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 87
,,Von um virdingu fyrir sjálfum mér“ hans, að hafðar eru uppi illspár eða að menn dreymir fyrir skiptöpum og öðrum ótíðindum, og mega lesendur vera vissir um að allt muni það rætast eins og í þeim textum, sem héreru bersýnilega áhrifamiklar fyrirmyndir: íslendingasögur og þjóðsögur. En miklu minna fer fyrir þessum þáttum í sjálfsævisögunni en í skáldsögunum, þar eru þeir fastur liður í rammri örlagatrú. Á hinn bóginn er ævisagan nokkuð drjúg þeim sem leita sér að ýmislegum fróðleik um atvinnu- hætti og þjóðlíf—og má þar til dæmis nefna frásögn af kolanámi á Tjörnesi á heimsstyrjaldarárunum fyrri. Slíkan fróðleik geta menn að sönnu fundið einnig í skáldsögunum, það er viss þjóðfræðakeimur af verbúðalýsingum í Grímu, Lokadegi og Mistri, en fróðleiksgildi þeirra lýsinga þokar þá einatt fyrir þeim augljósa ásetningi höfundar að láta þær vekja hroll og andstyggð á „slarki" og „solli“ (Lokadagur, 58). IV Reynsluforðinn er einn og hinn sami í öllum bókum Theódórs. En þegar unnið er úr einstökum efnisþáttum verða niðurstöður ólíkar eftir því hvort um skáldsögu er að ræða eða I verurn. Tökum dæmi af lýsingu tilfmningalífs, þegar ástin heimtar rétt sinn eða harmar dynja yfir. Bæði í ævisögu og skáldsögum er Theódór mjög með hugann við þau karlmennskuviðhorf sem þjóðin hafði komið sér upp og nærðist á íslendinga- sögum eða ákveðinni notkun þeirra. Theódóri fmnst eins og Nonna í Otlögum, að „frægðarljómi stafi frá fornöldinni þrátt fyrir öll mannavíg og brennur og strandhögg. Það var karlmennskan og kjarkurinn og þetta dæmalausa hugrekki við dauðann sjálfan“ (158). Til fornsagna er oft vitnað til fyrirmyndar. í sjálfsævisögunni er það mjög áberandi að tilfinningamál eru reifuð af mik- illi sparsemi, það er sagt færra en fleira, þú bítur á jaxlinn og bölvar í hljóði. Þegar Theódór fréttir, að bærinn sem æskuástin hans hafði vistað sig á hafði brunnið, hún hafi verið hætt komin — og um leið að hún sé honum glötuð segir hann: „Eg hafði enga lyst á að borða og sneri mér til veggjar, en tók þó vel eftir því sem skrafað var. Mér var kunnugt, að Karitas Engilráð Jóhannsdóttir hafði vistað sig á Svínárnesi árið eftir að ég fór úr Flatey. Var mér enn hlýtt til hennar og tók mig það sárt, að hún skyldi verða fyrir þessu tjóni. En það angraði mig enn meira, að það fylgdi sögunni, að hún hefði verið illa á sig komin og væri TMM 14 209
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.