Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 87
,,Von um virdingu fyrir sjálfum mér“
hans, að hafðar eru uppi illspár eða að menn dreymir fyrir skiptöpum og öðrum
ótíðindum, og mega lesendur vera vissir um að allt muni það rætast eins og í
þeim textum, sem héreru bersýnilega áhrifamiklar fyrirmyndir: íslendingasögur
og þjóðsögur. En miklu minna fer fyrir þessum þáttum í sjálfsævisögunni en í
skáldsögunum, þar eru þeir fastur liður í rammri örlagatrú. Á hinn bóginn er
ævisagan nokkuð drjúg þeim sem leita sér að ýmislegum fróðleik um atvinnu-
hætti og þjóðlíf—og má þar til dæmis nefna frásögn af kolanámi á Tjörnesi á
heimsstyrjaldarárunum fyrri. Slíkan fróðleik geta menn að sönnu fundið einnig
í skáldsögunum, það er viss þjóðfræðakeimur af verbúðalýsingum í Grímu,
Lokadegi og Mistri, en fróðleiksgildi þeirra lýsinga þokar þá einatt fyrir þeim
augljósa ásetningi höfundar að láta þær vekja hroll og andstyggð á „slarki" og
„solli“ (Lokadagur, 58).
IV
Reynsluforðinn er einn og hinn sami í öllum bókum Theódórs. En þegar unnið
er úr einstökum efnisþáttum verða niðurstöður ólíkar eftir því hvort um
skáldsögu er að ræða eða I verurn.
Tökum dæmi af lýsingu tilfmningalífs, þegar ástin heimtar rétt sinn eða
harmar dynja yfir.
Bæði í ævisögu og skáldsögum er Theódór mjög með hugann við þau
karlmennskuviðhorf sem þjóðin hafði komið sér upp og nærðist á íslendinga-
sögum eða ákveðinni notkun þeirra. Theódóri fmnst eins og Nonna í Otlögum,
að „frægðarljómi stafi frá fornöldinni þrátt fyrir öll mannavíg og brennur og
strandhögg. Það var karlmennskan og kjarkurinn og þetta dæmalausa hugrekki
við dauðann sjálfan“ (158). Til fornsagna er oft vitnað til fyrirmyndar. í
sjálfsævisögunni er það mjög áberandi að tilfinningamál eru reifuð af mik-
illi sparsemi, það er sagt færra en fleira, þú bítur á jaxlinn og bölvar í
hljóði.
Þegar Theódór fréttir, að bærinn sem æskuástin hans hafði vistað sig á hafði
brunnið, hún hafi verið hætt komin — og um leið að hún sé honum glötuð
segir hann:
„Eg hafði enga lyst á að borða og sneri mér til veggjar, en tók þó vel eftir því
sem skrafað var. Mér var kunnugt, að Karitas Engilráð Jóhannsdóttir hafði
vistað sig á Svínárnesi árið eftir að ég fór úr Flatey. Var mér enn hlýtt til hennar
og tók mig það sárt, að hún skyldi verða fyrir þessu tjóni. En það angraði mig
enn meira, að það fylgdi sögunni, að hún hefði verið illa á sig komin og væri
TMM 14
209