Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 72
Tímarit Máls og menningar Það er því ljóst að sú þjóðfélagsgagnrýni sem nú birtist í baráttutextum farandverkafólks á sér ákveðna fyrirrennara og samsvörun í bókmenntum um- liðinna ára. Verkalýðssöngvar hafa fylgt alþjóðlegri verkalýðsbaráttu frá upphafi vega. Þeir hafa gegnt hlutverki áróðursmiðils í tengslum við faglega og pólitíska baráttu verkalýðsstéttarinnar og þróun þeirra endurspeglar sögu verkalýðs- stéttarinnar. Textar þessir eru yfirleitt á einföldu og auðskildu máli, sem ekki þarfnast sérstakrar túlkunar, enda höfðað beint til ákveðinnar félagslegrar reynslu. Lítið er um flókið táknmál eða notkun myndgervinga, enda setja höfundarnir sér fremur siðferðileg en fagurfræðileg markmið. Hlutverk verka- lýðssöngva hefur verið tvíþætt: I fyrsta lagi eru þeir baráttutæki. í þeim sýnir verkafólkið fram á óréttlát lifsskilyrði sín og setur fram kröfur. I öðru lagi styrkja þeir hreyfinguna með því að hvetja til sarristöðu. Fjöldasöngur undir- strikar oft samhygðina enn frekar. Á sjöunda áratugnum tengjast klassískir verkalýðssöngvar andófstónlist æskuuppreisnarinnar og rokk og blústónlist- inni. Sú baráttutónlist sem til verður úr þessu samkrulli endurspeglar þá auknu pólitísku vitund, sem að einhverju leyti má rekja til andófsins gegn Víetnam- stríðinu og stúdentauppreisnanna 1968. Hér á landi gegnir Megas lykilhlutverki í þróun andófstónlistar. Hann tengdi sprengikraft rokktónlistarinnar róttæku hugmyndafræðilegu andófi, sem afhjúpaði samtíðina á nýjan hátt. Enda eru áhrif hans á síðari söngvasmiði ótvíræð og felast ekki bara í nýjum tjáningar- leiðum heldur líka í sjálfri textagerðinni, svo sem afstöðunni til tungumálsins, nýjum yrkisefnum og nýjum sjónarhól. Þeir verkalýðssöngvar sem hér verða teknir til umræðu tilheyra baráttu farandverkafólks fyrir bættum kjörum sínum, sem hófst á skipulagðan hátt sumarið 1979. Barátta þessi hefur dregið talsvert af kveðskap fram í dagsljósið sem með einum eða öðrum hætti tengist málefnum farandverkafólks, auk þess sem höfundarnir eru úr röðum þess. Þetta eru allt söngtextar og það ber auðvitað að hafa í huga að þeim er ekki ætlað að standa sjálfstætt sem ljóð á prenti. Obbinn af þessum söngvum hefur verið notaður markvisst sem liður í baráttu farandverkafólks. Þeir hafa verið fluttir á samkomum og fundum, þar sem baráttuhópurinn hefur kynnt kröfur sínar víða um land. Textarnir eru sprottnir upp úr rótleysi verbúðalífsins og þeir tjá á auðskildan og einfaldan hátt sameiginlega reynslu farandverkafólks um allt land. Þeir leiða okkur fyrir sjónir mikilvægi þess að athuga hver tjáir reynslu hvers og af hverju. Hér verður hinn ljóðræni texti oft svið þjóðfélagslegra átaka, þar sem andstæðir hagsmunir eru leiddir í ljós og uppgötvun á aðstæðum sem hægt er að breyta 194
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.